Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræðingur og fjár­festir, segir að ekki bara blasir við orku­skortur núna á Ís­landi heldur séu í raun öfug orku­skipti að fara fram þar sem raf­magns­tengdar fiski­verk­smiðjur eru látnar brenna olíu.

„Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt að­gengi að hús­hitun hefur snar­minnkað á síðustu árum,” skrifar Heiðar í að­sendri grein á Vísi.

Hann bendir á að stærstur hluti orku heimsins fari í hús­næði.

Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræðingur og fjár­festir, segir að ekki bara blasir við orku­skortur núna á Ís­landi heldur séu í raun öfug orku­skipti að fara fram þar sem raf­magns­tengdar fiski­verk­smiðjur eru látnar brenna olíu.

„Þetta gerist á meðan næga græna orku er að finna hér á landi. Í dag búum við skammtanir á heitu vatni og öruggt að­gengi að hús­hitun hefur snar­minnkað á síðustu árum,” skrifar Heiðar í að­sendri grein á Vísi.

Hann bendir á að stærstur hluti orku heimsins fari í hús­næði.

„Að halda jöfnu hita­stigi á húsum út­heimtir meira en helming allrar orku­notkunar jarðarinnar, meira en sam­göngur og raf­magns­fram­leiðsla til samans. Ís­land er fremst í flokki í þessum efnum en hefur ein­hverra hluta vegna ekki fengið það metið í samningum um að minnka losun kol­efna í and­rúms­loftið, heldur tekið á sig skuld­bindingar í þeim efnum. Þar hefur hags­muna­gæsla ís­lenskra stjórn­valda og em­bættis­manna beðið al­gert skip­brot,” skrifar Heiðar.

Hann segir að það sé hægt að horfa til Orku­veitu Reykja­víkur til að reyna skilja hvers vegna Ís­land er komið í ó­göngur.

„Þar hafa hags­munir al­mennings mátt víkja fyrir gælu­verk­efnum borgar­stjórnar og em­bættis­manna.“

„Hengils­svæðið er í raun stærsta orku­lind Ís­lands, stærri en Kára­hnjúkar í heildar­afli. Á Nesja­völlum hefur verið stöðug fram­leiðsla og í kringum Hvera­dali hefur verið reynt að auka fram­leiðslu með mis­munandi árangri. Þar við hliðina í Hvera­hlíð er fram­tíðar­svæði Reykja­víkur fyrir jarð­varma, sér­stak­lega til hús­hitunar en einnig til fram­leiðslu raf­magns. Af ó­skiljan­legum á­stæðum hefur aukin nýting svæðanna ekki verið efst á blaði hjá Orku­veitu Reykja­víkur heldur eitt­hvað allt annað,“ skrifar Heiðar.

Car­b­fix synda­af­lausn fyrir Evrópu

Heiðar bendir á að hús­hitun á flestum stöðum heimsins fari fram með bruna jarð­efna, oftast kola. Þar sem hús­hitun er lang­stærsti notandi orku jarðarinnar er ljóst að hún stendur fyrir mestum út­blæstri kol­efna.

„Mis­heppnuð orku­stefna ESB hefur valdið því að nú er verið að opna nýjar kola­námur í Þýska­landi, í fyrsta skipti í meira en hálfa öld, til að mæta orku­þörfinni. Orku­öryggi í Evrópu hefur einnig snar­minnkað og verð hafa hækkað en á sama tíma eru á­lögur lagðar á kol­efnis­spor stofnana og fyrir­tækja. Car­b­fix segist vera með lausn á þessum marg­þætta vanda. Setja evrópskan út­blástur í olíu­knúin skip sem sigla til Straums­víkur þar sem menguninni er dælt ofan í bor­holur í þeirri von um að hún stein­gerist í jarð­lögum Ís­lands,“ skrifar Heiðar.

Þá minnir hann á að það séu engar holur við Straums­vík og í raun ekki höfn fyrir verk­efnið heldur.

„Mér finnst fá­rán­leikinn í þessu al­ger“

Þá minnir hann á að það séu engar holur við Straums­vík og í raun ekki höfn fyrir verk­efnið heldur.

„Þar undir hrauninu rennur hins vegar ein stærsta fersk­vatns­á landsins. Það þarf að byggja og bora fyrir tugi milljarða með gríðar­legu um­hverfis­raski, til að Evrópa geti haldið á­fram að brenna kolum og þetta þarf að gera á Ís­landi því bergið er svo ungt og tekur svo vel við. Og þá er ekki minnst á mengun fersk­vatnsins.“

„Mér finnst fá­rán­leikinn í þessu al­ger. ESB hefur sett í­þyngjandi gjöld og reglur um mengun á Ís­landi, einum sjálf­bærasta orku­notanda heims, sem við greiðum til þeirra. ESB sendir okkur svo styrki til Car­b­fix-verk­efnisins svo að við tökum við menguninni frá þeim og setjum hana í jörð á grænu Ís­landi.“

Hver sam­þykkti stefnuna „mengum meira“?

Heiðar spyr hvort enginn beri á­byrgð á þessu? En að hans mati hefur Orku­veita Reykja­víkur brugðist við­skipta­vinum sínum.
„Í stað þess að tryggja þeim hús­hitun og raf­magn á hag­stæðu verði hefur fyrir­tækið farið í pólitísk gælu­verk­efni. Á meðan hefur nauð­syn­leg orku­öflun ekki átt sér stað, við­hald setið á hakanum með til­heyrandi sprungnum hita­vatns­leiðslum, og gríðar­legum fjár­munum verið sólundað. Það er ljóst að aukin fram­leiðsla grænnar orku eru hags­munir Ís­lands og hags­munir heimsins. Hver á­kvað að betri leið væri að auka ekki græna orku­fram­leiðslu hér heldur reyna, með til­heyrandi orku­sóun, að reyna að grænka mengandi evrópska orku­fram­leiðslu með því að flytja mengunina hingað? Hver sam­þykkti stefnuna „mengum meira“?“