Vil­hjálmur Bjarna­son, fyrr­verandi Al­þingis­maður, segir Krist­rúnu Frosta­dóttur for­mann Sam­fylkingar ganga frá borði í sínum banka með 80 milljóna króna kaup­auka á kostnað hlut­hafa eða við­skipta­vina.

„Hlut­haf­ar banka eru aðal­lega líf­eyr­is­­sjóðir vinn­andi fólks, ís­­lenskr­ar al­þýðu. Nú fer for­maður­inn mik­inn fyr­ir ís­­lenska al­þýðu. Ef til vill fer for­maður­inn að freta þegar nær dreg­ur kosn­ing­um,” skrifar Vil­hjálmur í Morgun­blaðið í dag.

Í gær greindi Heimildin frá því að Kristrún hafi hagnast um 101 milljón króna af þriggja milljón króna fjár­festingu í kaup­réttum. Eftir fyrirspurnarbréf um að hún ætti að greiða tekju­skatt af greiðslunum en ekki fjár­magns­tekju­skatt, greiddi hún 25 milljón krónur til skattsins.

Vil­hjálmur segir gróða Krist­rúnar greiddan af annað hvort hlut­höfum eða við­skipta­vinum bankans í grein sinni.

Skaði fyrir lífeyrissjóði

Vil­hjálmur fer um víðan völl í Morgun­blaðinu en nefnir þar að lána­stofnanir séu fyrst og fremst fyr­ir­­tæki til að tryggja hags­muni starfs­manna, þó aðal­lega stjórn­enda með kaup­auk­um.

Þannig megi líta á sektar­gerð FME sem skaða fyr­ir ís­­lenska líf­eyr­is­­sjóði, eins og kaup­auki starfs­manna.

Vil­hjálmur segir upp­lýsinga­ó­reiðu og hug­taka­rugling eiga sér stað í um­ræðum um ís­lenskan fjár­mála­markað og bendir að á reikni­vélar á heima­síðum banka og líf­eyrris­sjóða séu gagn­lausar.

„Bank­ar og líf­eyr­is­­sjóðir eru með „reikni­­vél­ar“ á heima­síðum sín­um. „Reikni­­vél­arn­ar“ eiga að sýna greiðslu­byrði lána. Reikni­­vél­arn­ar reikna rétt, en síðan er byrjað að delera með hug­tök. Tvö mik­il­­væg hug­tök eru þó aldrei nefnd í á­lykt­un­um af af­rakstri reikni­­véla. Það eru á­vöxt­un­ar­krafa og nú­v­irðing. Með því verða „reikni­­vél­arn­ar“ gagns­laus­ar og af­vega­­leiða not­and­ann,” skrifar Vil­hjálmur.

„Fyrsta rang­­færsl­an kem­ur til sög­un­ar þegar kynnt eru „verð­tryggð lán“ og „ó­verð­tryggð lán“.

Svo virðist sem „verð­tryggt lán“ sé lán þar sem breyti­­leik­inn vegna verð­bólgu­á­lags er mæld­ur með hlut­læg­um hætti. Hag­­stofa Ís­lands mæl­ir breyti­­leik­ann með vísi­­tölu neyslu­verðs. Verð­bólgu­á­lagi er dreift á eft­ir­­stöðvar láns­­tíma,“ heldur Vil­hjálmur á­fram.

Hægt er að lesa grein Vil­hjálms hér.