Hagnaður fasteignaþróunarfélagsins Smárabyggðar, sem vinnur að því að reisa byggð sunnan við Smáralind í Kópavogi undir nafninu 201 Smári, þrefaldaðist á milli ára og nam 1,7 milljörðum króna á síðast ári. Móðurfélagið hyggst greiða út 950 milljónir í arð.

Félagið seldi eignir fyrir 6,6 milljarða á síðasta ári. Alls fóru 84 íbúðir í sölumeðferð hjá félaginu í fyrra og voru allar seldar í lok ársins. Um síðustu áramót hafði félagið lokið byggingu á 213 íbúðum og eru þær allar seldar.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins, sem undirrituð var í lok mars, segir að framkvæmdum sé að ljúka við 84 íbúðum sem eru jafnframt seldar og því hafi félagið nú samtals selt 297 íbúðir. Auk þess séu framkvæmdar hafnar við um 200 íbúðir. Framkvæmdir á svæðinu hófust árið 2017 og er áætlað að þeim ljúki árið 2024.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.