Heildarvelta viðskipta á Aðalmarkaði kauphallar Nasdaq á Íslandi nam 3,1 milljarði króna á nýloknum viðskiptadegi. Úrvalsvísitalan OMXI10 lækkaði lítillega, eða um 0,09% og stendur í kjölfarið í 2.817,97 stigum.
Gengi hlutabréfa Síldarvinnslunnar hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,68% í 645 milljóna króna viðskiptum. Reitir og Brim fylgdu þar á eftir með rétt rúmlega 1% hækkun.
Gengi hlutabréfa Kviku lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,31% í 305 milljóna króna viðskiptum. Fast á hæla Kviku kom Icelandair með 2,19% lækkun í 107 milljóna króna viðskiptum.