Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um hafna beiðni Símans um að fella niður öll skilyrði sem fyrirtækið hafði áður skuldbundið sig til að fylgja – sem snerust að meginatriðum um að tryggja sjálfstæði Mílu, þáverandi dótturfélags Símans - þrátt fyrir sölu á Mílu árið 2022.

Samkeppniseftirlitinu ber einnig að greiða Símanum 2,6 milljónir króna í málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í dag.

„Samkeppniseftirlitið mun fara yfir niðurstöður dómsins og mun í kjölfarið taka ákvörðun um hvort endurskoðun á skilyrðum sem hvíla á Símanum, sbr. ákvörðun nr. 6/2015, verði tekin að nýju til meðferðar eða hvort látið verði reyna á dóm héraðsdóms fyrir Landsrétti,“ segir í tilkynningu á vef.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) um hafna beiðni Símans um að fella niður öll skilyrði sem fyrirtækið hafði áður skuldbundið sig til að fylgja – sem snerust að meginatriðum um að tryggja sjálfstæði Mílu, þáverandi dótturfélags Símans - þrátt fyrir sölu á Mílu árið 2022.

Samkeppniseftirlitinu ber einnig að greiða Símanum 2,6 milljónir króna í málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í dag.

„Samkeppniseftirlitið mun fara yfir niðurstöður dómsins og mun í kjölfarið taka ákvörðun um hvort endurskoðun á skilyrðum sem hvíla á Símanum, sbr. ákvörðun nr. 6/2015, verði tekin að nýju til meðferðar eða hvort látið verði reyna á dóm héraðsdóms fyrir Landsrétti,“ segir í tilkynningu á vef.

Í tilkynningu SKE segir að héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitið hafi ekki lagt nægjanlega traustan grundvöll að þeirri niðurstöðu að synja að mestu kröfum Símans um niðurfellingu skilyrðanna. Á þeim forsendum felldi héraðsdómur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi.

SKE áréttar að héraðsdómur hafi ekki fallist á það með Símanum að niðurstaðan komi í veg fyrir að eftirlitið geti tekið málið til efnislegrar meðferðar að nýju. „Það þýðir að skilyrðin sem Síminn skuldbatt sig upphaflega til að fylgja, og lýst er í ákvörðun nr. 6/2015, eru enn í fullu gildi.“

Auk þess hafi héraðsdómur ekki fallist á það með Símanum að sala á Mílu leiði til þess að engin nauðsyn sé fyrir skilyrðum sáttarinnar.

Skilyrðin sem um ræðir voru fyrst sett á grundvelli sáttar Símans við Samkeppniseftirlitið árið 2013 og endurskoðuð árið 2015 en meginmarkmiðið var að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans. Kveðið var á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti og frekari skuldbindingar sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi.

Við sölu Mílu frá Símanum til franska sjóðastýringafyrirtækisins fyrirtækisins Ardian árið 2022 féllu niður skilyrði sáttarinnar frá 2015 gagnvart Mílu þar sem SKE og Ardian gerðu með sér sérstaka sátt.

Í viðtali við Viðskiptablaðið í fyrra sagði Orri Hauksson, forstjóri Símans, málefnaleg rök hafa legið fyrir því að fella niður þau skilyrði sem snúa að Símanum. Það hafi því komið Símanum á óvart að Samkeppniseftirlitið skyldu hafna beiðni fyrirtækisins.

„Meginástæðan fyrir sáttinni á sínum tíma var eignarhald Símans á Mílu og núna þegar sú ástæða er farin þá hefði maður talið að þessi sátt ætti sjálfkrafa að hverfa. Þess utan, óháð Mílu, þá hafa markaðsaðstæður í fjarskiptum breyst í grundvallaratriðum síðastliðinn áratug og Síminn er ekki í markaðsráðandi stöðu á neinum markaði, hvorki í fjarskiptum né fjölmiðlum.

Við teljum að svona ósamhverf reglustýring, að vera með sérstakar hömlur á fyrirtæki sem er ekki markaðsráðandi en ekki á öðrum, sé ekki í þágu hagsmuna neytenda.“

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að hafna beiðni Símans kom fram að SKE taldi ekki vera komin næg reynsla á þær breytingar sem urðu á fyrirkomulagi markaðarins við söluna á Mílu og að ekki hafi verið leyst úr útistandandi málum sem varða meint brot Símans gegn skilyrðunum.

Þá feli heildsölusamningur Símans og Mílu og önnur tengsl fyrirtækjanna í sér áframhaldandi rík hagsmunatengsl sem bera að minnsta kosti að hluta til einkenni lóðréttrar samþættingar.