Samkvæmt samþykktum Festi skal stjórn félagsins skipuð fimm mönnum, en aðalfundur félagsins verður haldin næstkomandi fimmtudag. Fimm framboð til stjórnarsetu bárust og er því sjálfkjörið í stjórn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.
Eftirtaldir gefa kost á sér í kjöri til stjórnar Festi og munu þeir mynda stjórn félagsins:
- Björgólfur Jóhannsson
- Guðjón Karl Reynisson
- Kristín Guðmundsdóttir
- Margrét Guðmundsdóttir
- Þórður Már Jóhannesson