Sjóvá hefur samþykkt yfirtökutilboð í 1,5% eignarhlut sinn í Kerecis. Hluturinn er metinn á tæplega 1,2 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar en þar segir jafnframt að fyrir liggi yfirtökutilboð í allt hlutafé Kerecis.

Sjóvá er hluthafi í Kerecis og á 115.689 hluti sem eru færðir til bókar á genginu 9.941 kr. á hlut. Hluturinn er því metinn á tæplega 1,2 milljarða króna í bókum Sjóvár. Eins og fyrr segir hefur félagið samþykkt að selja alla sína hluti í Kerecis, sem eru um eitt og hálft prósent af hlutafé félagsins, en salan sé háð því að yfirtökutilboðið gangi eftir.

Sjóvá hefur samþykkt yfirtökutilboð í 1,5% eignarhlut sinn í Kerecis. Hluturinn er metinn á tæplega 1,2 milljarða. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar en þar segir jafnframt að fyrir liggi yfirtökutilboð í allt hlutafé Kerecis.

Sjóvá er hluthafi í Kerecis og á 115.689 hluti sem eru færðir til bókar á genginu 9.941 kr. á hlut. Hluturinn er því metinn á tæplega 1,2 milljarða króna í bókum Sjóvár. Eins og fyrr segir hefur félagið samþykkt að selja alla sína hluti í Kerecis, sem eru um eitt og hálft prósent af hlutafé félagsins, en salan sé háð því að yfirtökutilboðið gangi eftir.

VÍS hefur einnig tilkynnt að félagið hafi samþykkt að selja hlut sinn í Kerecis, sem nemur 136.715 hlutum, en salan er, rétt eins og hjá Sjóvá, háð því að endanlegur samningur komist á. Eign VÍS í Kerecis var skráð í reikningum félagsins á genginu USD 79,18 á hlut við lok fyrsta ársfjórðungs.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag var hávær orðrómur er á sveimi á íslenskum fjármálamarkaði um að búið væri að semja um sölu á íslenska lækningavörufyrirtækinu Kerecis til erlends fyrirtækis fyrir upp undir 160 milljarða króna. Búist sé við tilkynningu þess efnis í bráð.

Töluverð hækkun á hlutabréfaverði Sjóvá og VÍS í dag er rakin til væntinga um að fregna sé að vænta frá Kerecis en tryggingafélögin tvö eru bæði hluthafar fyrirtækisins. Hlutabréf VÍS hækkuðu um 5,9% í viðskiptum dagsins og Sjóvár um 4,5%.

Sjóvá bókfærði eignarhlut sinn í Kerecis á 1.150 milljónir króna og VÍS á 1.425 milljónir króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Sjóvá á eins og fyrr segir 115.689 hluti í Kerecis eða yfir eitt prósent eignarhlut.

Kerecis, sem framleiðir sáraroð úr þorski á Ísafirði, lauk 60 milljóna dala hlutafjárútboði, eða sem nam um 8 milljörðum króna, fyrir rúmu ári síðan. Í útboðinu lagði Kirkbi, fjárfestingafélag Kristiansen-fjölskyldunnar, aðaleigenda Lego, til 40 milljónir dollara og eignaðist 6,8% hlut í Kerecis.

Fjármögnunin miðaði við að Kerecis væri 620 milljóna dollara virði, nærri 90 milljörðum króna. Útboðsgengið í hlutafjárútboðinu var 78,19 dalir á hlut.