Þrátt fyrir að tvö dóm­stig felldu 500 milljón króna stjórn­valds­sekt Sam­keppnis­eftir­litsins á Símann úr gildi að öllu leyti sótti Sam­keppnis­eftir­litið eftir því að Hæsti­réttur tæki við málinu í frebrúarf.

Í dag féllst Hæsti­réttur á beiðni eftir­litsins en málið lýtur að því hvort Síminn hafi brotið gegn á­kvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Sam­keppnis­eftir­litið.

Sam­keppnis­eftir­litið heldur því fram í beiðni sinni að málið varði „afar mikil­væga al­manna­hags­muni.”

Að mati SKE dregur dómur Lands­réttar úr skil­virkri fram­kvæmd sam­keppnis­réttar og tak­marki mögu­leika Sam­keppnis­eftir­litsins til þess að gæta al­manna­hags­muna með gerð stjórn­valds­sátta.

Þrátt fyrir að tvö dóm­stig felldu 500 milljón króna stjórn­valds­sekt Sam­keppnis­eftir­litsins á Símann úr gildi að öllu leyti sótti Sam­keppnis­eftir­litið eftir því að Hæsti­réttur tæki við málinu í frebrúarf.

Í dag féllst Hæsti­réttur á beiðni eftir­litsins en málið lýtur að því hvort Síminn hafi brotið gegn á­kvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Sam­keppnis­eftir­litið.

Sam­keppnis­eftir­litið heldur því fram í beiðni sinni að málið varði „afar mikil­væga al­manna­hags­muni.”

Að mati SKE dregur dómur Lands­réttar úr skil­virkri fram­kvæmd sam­keppnis­réttar og tak­marki mögu­leika Sam­keppnis­eftir­litsins til þess að gæta al­manna­hags­muna með gerð stjórn­valds­sátta.

„Ef við tökum stofnanirnar sem hafa komið að þessu máli þá er það Sam­keppnis­eftir­litið, á­frýjunar­nefnd sam­keppnis­mála, Héraðs­dómur Reykja­víkur og Lands­réttur. Nú er Sam­keppnis­eftir­litið að velta fyrir sér hvort fimmta stofnunin, Hæsti­réttur, þurfi að koma að þessu máli líka,“ sagði Orri Hauks­son for­stjóri Símans í sam­tali við Við­skipta­blaðið í febrúar eftir dóm Landsréttar.

„Núna höfum við í fimm ár verið að eyða tíma og kostnaði í þetta. Þessi veiði­ferð sem endaði sem lautar­ferð hefur engu skilað hjá þeim nema í kostnaði hjá okkur sem hleypur á hundruðum milljóna,“ sagði Orri í byrjun febrúar og á þar við um ytri lög­fræði­kostnað og svo innri kostnað starfs­manna Símans.

Að sögn Orra hefur fimm ára deila fé­lagsins við Sam­keppnis­eftir­litið haft ýmsar af­leiddar af­leiðingar í vöru­þróun og verð­lagi sem bitnar á endanum á neyt­endum.

„Þegar þessi á­kvörðun kom árið 2020 um að við höfðum brotið sáttir, sem við vorum ó­sam­mála og kærðum, þá þurftum við að breyta okkar vöru­fram­boði þannig að það upp­fyllti þessa niður­stöðu þó að hún væri röng að okkar mati og núna líka að mati Héraðs­dóms og Lands­réttar,“ sagði Orri.

„Við þurftum að breyta verðum og nettó niður­staðan var sú að fleiri fengu á sig hækkun en lækkun. Þannig lentu neyt­endur líka í beinum skaða,“ sagði Orri í febrúar.

Þar að auki hefur Sam­keppnis­eftir­litið eytt mörgum vinnu­stundum í málið bæði innan­húss og með að­keypta þjónustu ytri lög­manna til þess að sækja málið á öllum dóm­stigum.

Orri segir það þó af­leidda tjónið sem fylgir svona ó­vissu og mála­ferlum sem sé viðamest.

Um­deild mál­skots­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins

Mál­skots­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins er ekki í sam­ræmi við megin­reglur ís­lensks réttar um að úr­lausn æðra setts stjórn­valds sé bindandi fyrir lægra sett stjórn­valds.

Í drögum að frum­varpi sem varð að sam­keppnis­lögum árið 2020 var lagt til að heimild SKE til að á­frýja úr­skurðum á­frýjunar­nefndar til dóm­stóla yrði felld úr gildi en eftir­litið mót­mælti harð­lega og fékk því breytt.

Heimildin hefur í för með sér mikla töf á sam­keppnis­málum sem geta nú farið í gegnum tvö stjórn­sýslu­stig og þrjú dóm­stig með til­heyrandi kostnaði fyrir fyrir­tæki og eftir­litið sjálft. Hefur einnig verið bent á að heimildin dragi úr vægi á­frýjunar­nefndar Samkeppnismála.