Það er ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að fara í nýtt olíuleitarútboð á Drekasvæðinu. Talið er á að svæðinu séu um 10 milljarðar tunna, sem þýðir að þar er mögulega stærsta olíu- og gaslind í Norður-Atlantshafi.
Þegar gefin eru út leyfi þá tekur ríkið venjulega helming af rekstrarhagnaði sem þýðir að íslenska ríkið gæti fengið um 33 þúsund milljarða króna í tekjur af olíuvinnslu á um bil 20 árum. Sú fjárhæð gæti staðið undir öllum útgjöldum ríkisins á þessu tímabili.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn fylgjandi því að möguleikar á olíuleit í lögsögu Íslands verði skoðaðir með opnum og jákvæðum huga, að því gefnu að mat á þjóðhagslegum ávinningi, arðsemi og öðrum mikilvægum þáttum styðji slíka ákvörðun.
„Flokkurinn telur mikilvægt að auðlindir Íslands séu nýttar á hagkvæman og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir samfélagið og atvinnulífið,“ segir Guðrún. „Afstaða Sjálfstæðisflokksins er sú að nýting náttúruauðlinda Íslands skuli fara fram með ábyrgum og sjálfbærum hætti, þar sem tekið er fullt tillit samfélagslegra og efnahagslegra þátta.
„Þegar kemur að olíuleit gildir hið sama – slíkar ákvarðanir skulu byggðar á bestu fáanlegu vísindalegu gögnum, tæknilegri þróun og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands," segir Guðrún.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.