Skógareldar í Evrópu hafa kostað 4,1 milljarð evra, sem samsvarar 590 milljörðum íslenskra króna, það sem af er ári samkvæmt nýrri skýrslu Distrelec, sem framleiðir meðal annars skynjara fyrir skógarelda.

Alls hafa ríflega 400 þúsund hektarar af landi brunnið í heimsálfunni í ár en hitamet hafa víða verið slegin. Grikkir koma verst út en áætlað er að skógareldar hafi kostað þá 1,66 milljarða evra og kemur Spánn næst á eftir þar sem áætlaður kostnaður var 871 milljón evra.

Distrelec gaf út sambærilega skýrslu í fyrra en þá var áætlað að skógareldar hafi kostað Evrópu tæplega þrjá milljarða evra.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.