Bandaríski verslunarrisinn Target heldur áfram að glíma við erfiðar sölutölur en WSJ greinir frá því að sölur keðjunnar hafi dregist saman um 3,7% undanfarna þrjá mánuði. Samdrátturinn hefur verið mestur á sölu heimilisvara, húsgagna, fata og matvæla.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa þá lækkað um tæp 8% í dag en gengi félagsins hefur lækkað um rúm 11% undanfarið ár.

Bandaríski verslunarrisinn Target heldur áfram að glíma við erfiðar sölutölur en WSJ greinir frá því að sölur keðjunnar hafi dregist saman um 3,7% undanfarna þrjá mánuði. Samdrátturinn hefur verið mestur á sölu heimilisvara, húsgagna, fata og matvæla.

Hlutabréf fyrirtækisins hafa þá lækkað um tæp 8% í dag en gengi félagsins hefur lækkað um rúm 11% undanfarið ár.

Brian Cornell, framkvæmdastjóri Target, segir að hátt verðlag hafi mest áhrif á sölutölur en neytendur virðast eyða meiri pening í þjónustu frekar en varning. Hann bætti þó við að hann væri vongóður um framtíðina.

Stjórnendur segja að framtíðarvöxtur verði knúinn af nýjum viðskiptafrumkvæðum eins og endurbreyttum meðlimafsláttum. Þar að auki segir Target að verslunin búist við að eiga auðveldara með að auka sölur á þessum fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra.