Japanski leikjatölvurisinn Sony hefur stofnað sérstaka deild í fyrirtækinu utan um Playstation snjallsímaleiki. Deildin heitir PlayStation Studios Mobile, að því er kemur fram í grein hjá CNBC.
Sony hefur jafnframt keypt snjallsímaleikjaframleiðandann Savage Game Studios sem mun nú heyra undir nýju deildinni hjá Sony. Sony stefnir á að um það bil 50% af leikjum félagsins verði fartölvu- eða snjallsímaleikir, en hlutfallið er 25% í dag.
Sjá einnig: Playstation-verðbólga
Sony hækkaði nýverið verð á Playstation 5 leikjatölvunni á fjölmörgum alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtækið sagði í tilkynningu að verðbólgan í heimshagkerfinu hefði gert það að verkum að verðhækkanir væru nauðsynlegar.
Tekjur Sony drógust saman um 2% milli ára á öðrum ársfjórðungi.