Guðni Aðalsteinsson tók nýlega við forstjórastöðunni hjá Reitum fasteignafélagi, og er nýfluttur til landsins eftir áralöng störf erlendis. Hann var síðast forstjóri Doha Bank, sem er þriðji stærsti viðskiptabanki Katar.

„Það var afskaplega gott að vera í Katar og mikið tækifæri sem ég fékk að stýra banka á þeirri stærðargráðu sem Doha Bank er. Bankinn er þriðji stærsti viðskiptabanki Katar með svipaðan efnahagsreikning og íslensku bankarnir til samans. En það var kominn tími til að koma heim. Það má líkja þessu við að vera á frystitogara, maður er langt frá öllum og mann langaði að vera nær fjölskyldu og vinum. Það enda allir aftur á Djöflaeyjunni,“ segir hann og hlær.

Guðni Aðalsteinsson tók nýlega við forstjórastöðunni hjá Reitum fasteignafélagi, og er nýfluttur til landsins eftir áralöng störf erlendis. Hann var síðast forstjóri Doha Bank, sem er þriðji stærsti viðskiptabanki Katar.

„Það var afskaplega gott að vera í Katar og mikið tækifæri sem ég fékk að stýra banka á þeirri stærðargráðu sem Doha Bank er. Bankinn er þriðji stærsti viðskiptabanki Katar með svipaðan efnahagsreikning og íslensku bankarnir til samans. En það var kominn tími til að koma heim. Það má líkja þessu við að vera á frystitogara, maður er langt frá öllum og mann langaði að vera nær fjölskyldu og vinum. Það enda allir aftur á Djöflaeyjunni,“ segir hann og hlær.

Guðni segir að félagið hafi nú sett fram nýja sýn til næstu ára sem snúi að því að stækka eignasafnið um meira en 60% fyrir lok árs 2028, úr 184 milljörðum í 300 milljarða króna.

„Það eru mikil tækifæri til ytri vaxtar með kaupum á einstökum eignum eða fyrirtækjum auk þess að halda áfram og klára að þróa þær eignir sem við eigum nú þegar. Við búum að því forskoti að vera með mikið magn af fasteignum og landsvæðum í gróðurhúsinu eins og við köllum það, eignir sem við erum að þróa og byggja upp til framtíðar. Þessar eignir eru í dag metnar á um 8,5 milljarða króna en gróflega áætlað munu þær tífaldast í verði þegar þær koma út úr gróðurhúsinu. Þetta er sem sagt ansi ábatasamt gróðurhús“ segir Guðni.

„Síðast en ekki síst horfum við til nýrra eignarflokka og leggjum áherslu á hjúkrunarheimili, og viljum þar skapa okkur sérstöðu. Þörfin fyrir fleiri hjúkrunarheimili er mikil á Íslandi og ekki síður á landsbyggðinni. Það er merkileg staðreynd að rýmum hefur fækkað á síðustu árum á sama tíma og eftirspurnin hefur margfaldast og biðlistar hafa hrannast upp. Ríkið hefur sagst opið fyrir einkaframkvæmdum á hjúkrunarheimilum til að fjölga heimilum með hröðum hætti, og það opnar möguleikann fyrir okkur að taka þátt.“

Nánar er rætt við Guðna í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.