Tekju­sam­dráttur ís­lenska há­tækni­fyrir­tækisins Controlant virðist mun meiri en áður var talið en sam­kvæmt tekju­spám, sem fé­lagið hefur kynnt fjár­festum vegna hluta­fjár­aukningar og Inn­herji greinir frá, er út­lit fyrir að tekjur dragist saman um sextíu prósent á þessu ári.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í maí að tekju­spá fé­lagsins fyrir næstu 16 mánuði hefði lækkað um 9 milljarða króna er fé­lagið varð að bregðast við breyttum for­sendum sökum samdráttar í Covid-verkefnum.

Tekju­sam­dráttur ís­lenska há­tækni­fyrir­tækisins Controlant virðist mun meiri en áður var talið en sam­kvæmt tekju­spám, sem fé­lagið hefur kynnt fjár­festum vegna hluta­fjár­aukningar og Inn­herji greinir frá, er út­lit fyrir að tekjur dragist saman um sextíu prósent á þessu ári.

Við­skipta­blaðið greindi frá því í maí að tekju­spá fé­lagsins fyrir næstu 16 mánuði hefði lækkað um 9 milljarða króna er fé­lagið varð að bregðast við breyttum for­sendum sökum samdráttar í Covid-verkefnum.

„Við vorum með lang­tíma­spár frá við­skipta­vinum okkar sem gáfu til kynna að tekjur af þessum verk­efnum myndu hægt og sígandi fara minnkandi með tímanum. Það var ekki fyrr en í ágúst síðast­liðnum sem við fengum við­vörun um al­gjör­lega breytta tekju­spá sem sýndi fram á sam­drátt í tekjum með mjög litlum fyrir­vara,“ sagði Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant í sam­tali við Við­skipta­blaðið í maí.

Á aðal­fundi í maí­mánuði veittu hlut­hafar stjórn Controlant heimild fyrir frekari hluta­fjár­aukningu um allt að 50 milljónir dala, eða allt að 7 milljarða króna.

Controlant á­ætlar að klára fjár­mögnunina á næstu vikum en félagið greindi frá því í að­draganda hluta­fjár­aukningarinnar að það vonaðist til að landa stórum samningi við Novo Nor­disk bráðlega.

Tvær hópuppsagnir á innan við ári

Fé­lagið hefur verið í tölu­verðum vand­ræðum á árinu en í ágúst var tekin á­kvörðun um að fækka starfs­fólki um þriðjung er 150 manns var sagt upp þvert á deildir og starfs­stöðvar. Um var að ræða aðra hóp­upp­sögn fé­lagsins á innan við ári.

Í til­kynningu frá Controlant var greint frá því að krefjandi að­stæður á al­þjóða­mörkuðum og tafir í ný­fjár­festingum hefðu markað rekstrar­um­hverfið undan­farin misseri.

„Í ljósi þessa hefur tekju­spá fé­lagsins verið upp­færð og reynist nauð­syn­legt að grípa til að­gerða, þar með talið fækkun starfs­fólks til þess að draga úr rekstrar­kostnaði og að­laga starf­semi fé­lagsins að þeim verk­efnum sem fram undan eru,“ segir í til­kynningu Controlant.

Verð­meta fé­lagið mun lægra

Í lok ágúst greindi Við­skipta­blaðið frá því að við­skipti með hluta­bréf Controlant hefðu farið fram á gengi sem var um helmingi lægra en út­gáfu­verðið í fjár­mögnunar­lotunni sem fé­lagið lauk í fyrra.

Controlant lauk 80 milljóna dala fjár­mögnun, eða sem nemur 11 milljörðum króna, á seinni hluta síðasta árs.

Þar af var 40 milljóna dala láns­fjár­mögnun frá breska sjóðnum Apax Credit og 40 milljóna dala hluta­fjár­aukning sem Gildi líf­eyris­sjóður leiddi.

Auk þess tóku aðrir líf­eyris­sjóðir og einka­fjár­festar þátt í hluta­fjár­aukningunni.

Út­gáfu­verðið í hluta­fjár­aukningunni var 105 krónur á hlut og var fé­lagið verð­metið á tæp­lega 64 milljarða króna.

VÍS, sem er í dag dóttur­fé­lag Skaga, færði niður gengi Controlant í síðustu upp­gjörum sínum, nú síðast í upp­gjöri fyrir annan árs­fjórðung.

Þar var gengi Controlant í lok júní, sem Skagi miðar við, 80 krónur á hlut en í lok fyrsta árs­fjórðungs var það 105 krónur.

Við­miðunar­gengi í upp­gjöri Sjó­vá fyrir annan árs­fjórðung var 90 krónur á hlut.

Sjó­vá færði eignar­hlut sinn niður á fyrsta árs­fjórðungi og lækkaði þannig við­miðunar­gengið úr 105 í 90 krónur.

Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að samdrátturinn yrði um 90% en hann er áætlaður um 60%.