Greint var frá því í lok 2021 að gagnaversfélagið atNorth hafi verið selt til svissneska félagsins Partners Group en áætlað var að atNorth hafi í heild verið metið á yfir 40 milljarða íslenskra króna við söluna.

Greint var frá því í lok 2021 að gagnaversfélagið atNorth hafi verið selt til svissneska félagsins Partners Group en áætlað var að atNorth hafi í heild verið metið á yfir 40 milljarða íslenskra króna við söluna.

Benedikt Gröndal, fyrrverandi rekstrarstjóri atNorth, var með 550 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra og Gísli Kr. Katrínarson, sölustjóri fyrirtækisins, var með 279 millljónir. Ægir Rafn Magnússon, viðskiptaþróunarstjóri var þá með 276 milljónir króna í fjármagnstekjur og forstjórinn, Eyjólfur Magnús Kristinsson, var með 159 milljónir.

Eyjólfur var einnig á lista yfir þá sem voru með hæstar fjármagnstekjur árið 2021 en hann var með 239 milljónir króna. Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, fv. eigandi Advania og atNorth, var þá með 693 milljónir króna í fjármagnstekjur árið 2021.

Listi yfir þá 150 einstaklinga sem voru með hæstu fjármagnstekjurnar í fyrra birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út á föstudag. Áskrifendur geta nálgast listann hér.