Sjávarútvegsfyrirtækið Dögun, sem rekur rækjuvinnslu á Sauðárkróki, hagnaðist um tæplega 2,8 milljónir evra á árinu 2022, eða sem nemur 418 milljónum króna miðað við gengið í lok árs 2022.
Þá jukust tekjur félagsins um þriðjung á milli ára og námu tæplega 30 milljónum evra á árinu, eða 4,5 milljörðum króna miðað við gengið í lok árs.
Í ársreikningi Dögunar segir að hærri tekjur og bætt afkoma á milli ára skýrist af aukinni vinnslu á árinu 2022 miðað við undanfarin ár og hærra afurðaverði á markaði.
Fyrirtækið fagnaði sínu fertugasta starfsári í fyrra og er í meirihlutaeigu Óttars Magnúsar Yngvasonar. Óskar Garðarsson er framkvæmdastjóri Dögunar.
Dögun ehf.
2021 |
---|
3.268 |
4.793 |
2.517 |
36 |