Stúdíó Sýrland gekk á dögunum frá kaupum á yfir 2.000 fermetra skrifstofu-lagerhúsnæði að Vatnagörðum 4 fyrir 600 milljónir króna. Seljandi er Ólafur Þorsteinsson ehf., sem er í eigu Guðjóns Björns, Önnu Sigríðar og Stefáns Haraldsbarna.
Frá stofnun hefur Stúdíó Sýrland fest sig í sessi sem eitt fremsta hljóðver landsins en nú mun fyrirtækið bæta við sig tækjaleigu fyrir kvikmyndaframleiðslu.
Sveinn Kjartansson, framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrland, segir að ákvörðunin hafi verið rökrétt framhald af starfsemi fyrirtækisins. Félagið hefur þegar fengið helminginn af nýja húsnæðinu afhent og fær hinn helminginn eftir 16 mánuði.
„Okkur bauðst til að kaupa húsnæðið af fyrirtækinu hér við hliðina á en á sama tíma vorum við búin að vera að vinna í því að stofna tækjaleigu í samstarfi við fyrirtæki í Skandinavíu sem heitir Storyline. Nýja fyrirtækið heitir Sýrland Tækjaleiga og verður rekið undir merkjum Sýrlands.“
Nánar er fjallað um Stúdíó Sýrland í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.