Tyrk­neski Seðla­bankinn hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti úr 15% í 17,5%. Mun það vera önnur hækkunin í röð og sýnir það skýra breytingu í peninga­stefnu landsins, sem var áður meira og minna rekin af Recep Tayyip Erdogan for­seti landsins.

Hafize Gaye Erkan, fyrrum fram­­kvæmda­­stjóri hjá First Repu­blic bankanum í Banda­­ríkjunum var skipuð Seðla­banka­­stjóra Tyrk­lands fyrr á árinu og hefur hún gripið veru­lega í taumana.

Tyrk­neski Seðla­bankinn hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti úr 15% í 17,5%. Mun það vera önnur hækkunin í röð og sýnir það skýra breytingu í peninga­stefnu landsins, sem var áður meira og minna rekin af Recep Tayyip Erdogan for­seti landsins.

Hafize Gaye Erkan, fyrrum fram­­kvæmda­­stjóri hjá First Repu­blic bankanum í Banda­­ríkjunum var skipuð Seðla­banka­­stjóra Tyrk­lands fyrr á árinu og hefur hún gripið veru­lega í taumana.

Fjárfestar ánægðir með hefðbundnari stefnu

Erdogan hefur hingað til viljað halda stýri­vöxtum lágum þrátt fyrir um 40% verð­bólgu. Erkan hækkaði stýri­vexti í júní sem var fyrsta hækkun seðla­bankans í næstum þrjú ár.

Líkt og í júní virðist Tyrk­landsmarkaður bregðast á­gæt­lega við hækkuninni en Borsa Istan­bul 100 vísi­talan hækkaði um 0,8%.

Fjár­festar í Tyrk­landi virðast á­nægðari með mun hefð­bundnari efna­hags­starf­semi en staða Tyrk­lands er þó ekki góð um þessar mundir og hefu líran t.d. veikst um 25% gagnvart Bandaríkjdal síðan í maí.