Eigandi og stofnandi Black Crust Pizzeria, Daníel Oliver Sveinsson, segir að uppbyggingin í Vík í Mýrdal hafi verið mjög hröð undanfarin ár. Hann opnaði veitingastaðinn í mars 2022 og segir reksturinn hafa farið fram úr öllum væntingum.

„Við erum búin að fá svakalega góðar viðtökur, en við vorum líka með aðeins öðruvísi hugmynd en aðrir pizzastaðir. Við erum bæði með svartar pizzur, þar sem deigið er litað með svartri bambusösku og þar fær staðurinn nafnið sitt, og svo erum við líka með súrdeigspizzur.“

Hann segist hafa viljað bjóða upp á óhefðbundinn mat, en Black Crust Pizzeria selur til að mynda pizzur með appelsínumarineraðri önd, trufflu-humarhala og sterkan túnfisk.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði