Hlutabréfaverð Sýnar hækkaði um 6% í 2,9 milljarða króna viðskiptum. Fyrr í dag seldi Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, 12,7% hlut sinn í félaginu fyrir 2,2 milljarða króna. Þá keypti fjárfestingafélagið Gavia Invest 16,1% hlut í félaginu en áætla má að félagið hafi greitt um 2,7 milljarða fyrir hlutinn.
Sjá einnig: Heiðar selur allt í Sýn og hættir sem forstjóri & Gavia bætir við sig í Sýn og vill stjórnarkjör
Þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,4% í dag og nam heildarvelta á markaði 4,6 milljörðum króna. Icelandair fór niður um 2,3% í 200 milljón króna viðskiptum og lækkaði þar með mest í dag.
Fjarskiptafyrirtækið Síminn hækkaði um 4,7% í 324 milljóna króna viðskiptum og hækkaði þar með næst mest í dag, á eftir Sýn.