OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 0,89% í viðskiptum dagsins í Kauphöll. Verð á bréfum flestallra félaga hækkaði en Sýn var hástökkvari dagsins. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 4,18% í 176 milljón króna viðskiptum.
Bréf Kviku hækkuðu næstmest, um 3,57% í 328 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair um 3,04% en eftir lokun markaða í gær var tilkynnt um að íslensk flugfélög fengu undanþágu frá nýjum reglum um losunarkvóta innan Evrópusambandsins. Um er að ræða bráðabirgðasamkomulag um að íslensk flugfélög haldi áfram að hafa fríar losunarheimildir til og með ársins 2026.
Mest lækkun var á bréfum Íslandsbanka, um 1,27% í tólf milljón króna viðskiptum.