OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 0,89% í viðskiptum dagsins í Kauphöll. Verð á bréfum flestallra félaga hækkaði en Sýn var hástökkvari dagsins. Gengi bréfa félagsins hækkaði um 4,18% í 176 milljón króna viðskiptum.

Bréf Kviku hækkuðu næstmest, um 3,57% í 328 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi bréfa Icelandair um 3,04% en eftir lokun markaða í gær var tilkynnt um að íslensk flugfélög fengu undanþágu frá nýjum reglum um losunarkvóta innan Evrópusambandsins. Um er að ræða bráða­birgða­sam­komu­lag um að ís­lensk flug­fé­lög haldi áfram að hafa fríar losunar­heimildir til og með ársins 2026.

Mest lækkun var á bréfum Íslandsbanka, um 1,27% í tólf milljón króna viðskiptum.