Intuens er ný rannsóknarstöð sem býður upp á segulóm rannsóknir. Einkaframtak í heilbrigðisþjónustu er iðulega gagnrýnt, meðal annars vegna kostnaðar.

Til að byrja með mun heilskimun hjá Intuens kosta 300 þúsund krónur og tekur hið opinbera ekki þátt í niðurgreiðslu að svo stöddu, þó það geti breyst í framtíðinni.

Intuens er ný rannsóknarstöð sem býður upp á segulóm rannsóknir. Einkaframtak í heilbrigðisþjónustu er iðulega gagnrýnt, meðal annars vegna kostnaðar.

Til að byrja með mun heilskimun hjá Intuens kosta 300 þúsund krónur og tekur hið opinbera ekki þátt í niðurgreiðslu að svo stöddu, þó það geti breyst í framtíðinni.

„Það er dýrara fyrir kerfið að taka við þér ef þú ert orðinn miklu veikari en þú hefðir þurft að hafa orðið í upphafi. Það er mikilvægt að grípa hættulega sjúkdóma snemma. Í þeim tilfellum gætir þú jafnvel sloppið við innlögn, skurðaðgerðir eða frekari rannsóknir,“ segir Steinunn Erla Thorlacius, framkvæmdastjóri Intuens.

„Það þarf að vera ákveðið jafnvægi á milli hins opinbera og einkarekinna fyrirtækja til að heilbrigðiskerfið gangi upp.“

„Það er alveg klárt mál að það er nettó sparnaður fyrir okkur sem þjóð. Því fleiri sem við grípum snemma, því fleiri sem fá gula spjaldið um atriði sem tengjast lífsstílnum og taka sig á, því betra. Svo ekki sé talað um að ef krabbamein og aðrir hættulegir sjúkdómar finnast snemma þá er það ekki bara spurning um kostnað heldur getur verið spurning um líf og dauða hjá sumum,“ segir Torfi G. Yngvason, einn stofnenda Intuens.

„Það er hvergi kastað til hendi í neinu sem að við gerum, hvort sem það er í myndatökum eða greiningum eða hvernig við gerum eða kynnum gögn, þetta er allt eins og best verður á kosið.“

Markmiðið ekki stólpagróði

Intuens hefur þegar fengið starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu og öll önnur leyfi. Fjölmargir eru þegar komnir á biðlista en eðli málsins samkvæmt komast fáir að. Þó um sé að ræða einkahlutafélag verði markmiðið aldrei stólpagróði.

Ekki er útilokað að kostnaðurinn verði minni þegar á líður.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Markmiðið er að gera eitthvað gott og hérna eru fjárfestar sem trúa á það sem er verið að gera, það er það sem er í gangi. Við erum að gera þetta til að vera lengi í þessu, það er ekki verið að hugsa um skammtímagróða, enda held ég að það sé ómögulegt að endurheimta svona gríðarháan stofnkostnað hratt,“ segir Torfi.

„Mesti kostnaðurinn var þetta húsnæði, það var ekkert grín. Svo eru vélarnar náttúrulega verulega dýrar en við erum fjármögnuð og tilbúin í framtíðina. Við erum komin til að vera.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.