Ný segulómunar rannsóknarstöð hefur opnað hér á landi en boðið er upp á heilskimun, sem hefur hingað til aðeins verið í boði í örfáum löndum á heimsvísu. Á stöðinni starfar reynslumikið teymi geislafræðinga auk almennra lækna og röntgenlæknis sem fer yfir niðurstöðurnar.

Framkvæmdastjóri Intuens er Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur sem starfaði áður sem deildarstjóri á röntgendeild Landspítala.

Ný segulómunar rannsóknarstöð hefur opnað hér á landi en boðið er upp á heilskimun, sem hefur hingað til aðeins verið í boði í örfáum löndum á heimsvísu. Á stöðinni starfar reynslumikið teymi geislafræðinga auk almennra lækna og röntgenlæknis sem fer yfir niðurstöðurnar.

Framkvæmdastjóri Intuens er Steinunn Erla Thorlacius, geislafræðingur sem starfaði áður sem deildarstjóri á röntgendeild Landspítala.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fólk fái ekki bara þessar niðurstöður og viti ekkert hvað það á að gera við þær. Þá er mjög mikilvægt að fylgja málunum eftir og fólk fái góðar útskýringar á því hvað það á að gera við þessar upplýsingar,“ segir Steinunn.

„Þessar upplýsingar eru valdeflandi fyrir fólk, að geta tekið upplýstar ákvarðanir varðandi heilsuna sem eru byggðar á staðreyndum og tölulegum upplýsingum er stórt skref í átt að mikilvægri framþróun.“

„Fólk vill í síauknum mæli taka ábyrgð á eigin heilsu, og til þess þurfum við gögn um eigin líkama. Við göngum með úr og önnur tæki sem mæla svefngæði, hjartslátt og blóðþrýsting. Við notum snjallvigt sem mælir ekki bara þyngd heldur fituprósentu og vöðvamassa. Svo fylgjumst við með gögnunum yfir tíma, eftir því sem við gerum jákvæðar breytingar á lífsstílnum. Það fellur vel að þessu að geta farið í heilskimun hjá Intuens og fá þá í hendurnar niðurstöðu úr myndgreiningu innan úr líkamanum sem sýnir ástandið þar.

Þetta er nýtt á Íslandi og fólk þarf að venjast öllum nýjum hlutum. Við erum brautryðjendur í að gera þetta hérna á Íslandi en við sjáum gríðarleg tækifæri í þessu.“

Jafnvel þó ekkert ami að, þá séu margir kostir við að eiga segulómmyndirnar af sér heilbrigðum.

„Ef þú veikist síðar meir, þá getur hjálpað mikið að geta séð hvernig líkaminn hefur þróast yfir tíma og hvaða breytingar hafa átt sér stað,“ segir Steinunn. „Þetta snýst allt um skjólstæðinginn og þjónustuna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.