Í morgun var auglýst til sölu fjögurra herbergja íbúð að Daggarvöllum 4B í Hafnarfirði sem er ekki í frásögur færandi nema að fram kemur að hægt sé að greiða fyrir eignina að hluta eða í heild með evrum eða bitcoin. Eigandi fasteignafélagsins sem á íbúðina telur að um sé að ræða fyrsta skiptið sem íbúð á Íslandi hafi verið boðin til sölu í skiptum fyrir rafmyntina bitcoin.

Eignin, sem er í eigu fasteignafélagsins Titaya ehf., er sett í sölu án milligönguaðila. Bjarni Bærings, eigandi Titaya, segir í samtali við Viðskiptablaðið að fasteignasölur hafi ekki viljað taka verkefnið að sér vegna skilyrðis um að bjóða upp á bitcoin sem greiðslumöguleika en starfsemi þeirra lýtur ákveðnum skyldum eins og að kanna uppruna fjármagns. Sömu kröfur gildi þó ekki um bein viðskipti. „Við erum búin að fara mjög rækilega í gegnum lögin og erum fullviss um að þetta rúmist innan ramma laganna.“

Spurður hvers vegna Titaya hafi ákveðið að taka á móti greiðslu í bitcoin segir Bjarni að fasteignafélagið hafi til lengri tíma meiri trú á bæði evrunni og rafmyntinni heldur en íslensku krónunni og vilji því lágmarka þá gengisáhættu sem fylgir henni.

„Annars vegar teljum við bitcoin vera mun traustari og ákjósanlegri mynt en íslenska krónan til lengri tíma. Hin ástæðan er að þetta er nýjung á íslenska markaðnum sem við viljum prófa og kanna viðbrögðin. Það er svo sem ekki yfirlýst stefna hjá okkur að fjárfesta í bitcoin heldur viljum við brjóta ísinn og koma á fasteignaveltu með bitcoin.“

Titaya, sem var stofnað árið 2009, heldur úti fjölda íbúða í langtímaleigu. Að sögn Bjarna hefur fasteignafélagið keypt tugi fasteigna frá áramótum sem hafa ýmist verið settar í útleigu eða sölu. Eiginkona hans Embla Torfadóttir sinnir daglegum rekstri Titaya en Bjarni stýrir starfsemi lyfjafyrirtækisins Hetero Drugs í Evrópu.

90% viðbótarlán og hlutdeildarkaup

Bjarni á einnig lánafyrirtækið IMIROX sem hefur starfað á fasteignamarkaðnum í rúm tólf ár. IMIROX hefur boðið upp á viðbótarlán í evrum upp að 90% af kaupverði. Stefnt er að því að auka umsvif félagsins á næstu árum.

Meðal þeirra sem IMIROX lánar eru þeir sem kaupa fasteignir af Titaya. Bjarni segir fasteignafélagið hafa selt sjö eignir í ár þar sem kaupendur tóku viðbótarlán í evrum upp að 90% veðhlutfalli á 0,9% óverðtryggðum vöxtum af IMIROX.

Auk þess sem boðið er upp á að fá viðbótarlán og greiða með bitcoin kemur fram í fasteignaauglýsingunni að kaupanda gefst kostur á svokölluðum hlutdeildarkaupum.

Bjarni segir að hlutdeildarkaupin séu sambærileg hlutdeildarláni HMS. Titaya bjóði kaupendum upp á að fresta kaupum á 20% hlut í fasteigninni í allt að fimm ár. Til samanburðar þá veitir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun allt að 30% hlutdeildarlán til ákveðinna aldurs- og tekjuhópa á nýjum íbúðum sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Í morgun var auglýst til sölu fjögurra herbergja íbúð að Daggarvöllum 4B í Hafnarfirði sem er ekki í frásögur færandi nema að fram kemur að hægt sé að greiða fyrir eignina að hluta eða í heild með evrum eða bitcoin. Eigandi fasteignafélagsins sem á íbúðina telur að um sé að ræða fyrsta skiptið sem íbúð á Íslandi hafi verið boðin til sölu í skiptum fyrir rafmyntina bitcoin.

Eignin, sem er í eigu fasteignafélagsins Titaya ehf., er sett í sölu án milligönguaðila. Bjarni Bærings, eigandi Titaya, segir í samtali við Viðskiptablaðið að fasteignasölur hafi ekki viljað taka verkefnið að sér vegna skilyrðis um að bjóða upp á bitcoin sem greiðslumöguleika en starfsemi þeirra lýtur ákveðnum skyldum eins og að kanna uppruna fjármagns. Sömu kröfur gildi þó ekki um bein viðskipti. „Við erum búin að fara mjög rækilega í gegnum lögin og erum fullviss um að þetta rúmist innan ramma laganna.“

Spurður hvers vegna Titaya hafi ákveðið að taka á móti greiðslu í bitcoin segir Bjarni að fasteignafélagið hafi til lengri tíma meiri trú á bæði evrunni og rafmyntinni heldur en íslensku krónunni og vilji því lágmarka þá gengisáhættu sem fylgir henni.

„Annars vegar teljum við bitcoin vera mun traustari og ákjósanlegri mynt en íslenska krónan til lengri tíma. Hin ástæðan er að þetta er nýjung á íslenska markaðnum sem við viljum prófa og kanna viðbrögðin. Það er svo sem ekki yfirlýst stefna hjá okkur að fjárfesta í bitcoin heldur viljum við brjóta ísinn og koma á fasteignaveltu með bitcoin.“

Titaya, sem var stofnað árið 2009, heldur úti fjölda íbúða í langtímaleigu. Að sögn Bjarna hefur fasteignafélagið keypt tugi fasteigna frá áramótum sem hafa ýmist verið settar í útleigu eða sölu. Eiginkona hans Embla Torfadóttir sinnir daglegum rekstri Titaya en Bjarni stýrir starfsemi lyfjafyrirtækisins Hetero Drugs í Evrópu.

90% viðbótarlán og hlutdeildarkaup

Bjarni á einnig lánafyrirtækið IMIROX sem hefur starfað á fasteignamarkaðnum í rúm tólf ár. IMIROX hefur boðið upp á viðbótarlán í evrum upp að 90% af kaupverði. Stefnt er að því að auka umsvif félagsins á næstu árum.

Meðal þeirra sem IMIROX lánar eru þeir sem kaupa fasteignir af Titaya. Bjarni segir fasteignafélagið hafa selt sjö eignir í ár þar sem kaupendur tóku viðbótarlán í evrum upp að 90% veðhlutfalli á 0,9% óverðtryggðum vöxtum af IMIROX.

Auk þess sem boðið er upp á að fá viðbótarlán og greiða með bitcoin kemur fram í fasteignaauglýsingunni að kaupanda gefst kostur á svokölluðum hlutdeildarkaupum.

Bjarni segir að hlutdeildarkaupin séu sambærileg hlutdeildarláni HMS. Titaya bjóði kaupendum upp á að fresta kaupum á 20% hlut í fasteigninni í allt að fimm ár. Til samanburðar þá veitir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun allt að 30% hlutdeildarlán til ákveðinna aldurs- og tekjuhópa á nýjum íbúðum sem uppfylla ákveðin skilyrði.

Hjónin Bjarni Bærings og Embla Torfadóttir ásamt dóttur sinni Elísu.
© Aðsend mynd (AÐSEND)