Alfa Framtak, sem stýrir framtakssjóðnum Umbreytingu II, birti í morgun tilboðsyfirlit vegna valfrjáls tilboðs sjóðsins í hlutafé Origo á genginu 101 krónu á hlut. Alfa rökstyður nánar skoðun sína að afskrá ætti upplýsingatæknifyrirtækið úr Kauphöllinni „í því skyni að skapa aukinn sveigjanleika fyrir þær breytingar sem tilboðsgjafi telur að ráðast þurfi í“.
Origo greiddi út 24 milljarða króna til hluthafa með lækkun hlutafjár í byrjun desember eftir tæplega 28 milljarða króna sölu á eignarhlut sínum í Tempo. Markaðsvirði Origo miðað við 101 krónu tilboðsverðið nemur 14,1 milljarði króna.
Alfa bendir á að Origo sé nú með lægsta markaðsvirði af félögum aðalmarkaðar Kauphallarinnar. Flot á bréfum félagsins hafi farið minnkandi og tilkostnaður vegna skráningar sé nú hlutfallslega hár. „Komi til þess að hlutafé í félaginu safnist á enn færri hendur er það líklegt til að hafa neikvæð áhrif á verðmyndun og seljanleika bréfanna.“
Alfa telur að í ljósi kafaskila hjá Origo eftir Tempo-söluna og breytinga í ytra umhverfi félagsins að því sé betur farið utan verðbréfamarkaðar í höndum samstillts hluthafahóps sem geti „veitt stjórnendum aðhald og stutt við bak þeirra í þeim ákvörðunum sem taka þarf til að tryggja samkeppnishæfi félagsins til framtíðar“.
Aukið sjálfstæði eininga, meðfjárfestar og yfirtökur
Alfa segir að nauðsynleg umbreyting í rekstri félagsins í kjölfar umræddra kaflaskipta gæti m.a. falist í auknu sjálfstæði einstakra rekstrareininga, aðkomu meðfjárfesta að rekstrareiningum félagsins og uppkaupum á hentugum viðbótareiningum geti valdið sveiflum í afkomu á næstu árum.
Þá hyggst Alfa skoða þann möguleika að koma á fót nýju kaupréttarfyrirkomulagi, til viðbótar við núverandi fyrirkomulag, sem yrði að hluta tengt rekstrarárangri einstakra eininga.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði