Össur hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og bætt við sig mikið af starfsfólki. „Það hefur verið ótrúlega gaman að vera hluti af þessari vegferð og þessum vexti,“ segir Margrét Lára Friðriksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Össurar sem hefur starfað í 22 ár hjá félaginu.
„Þegar ég byrjaði að vinna hjá Össuri var ég að útskrifast sem viðskiptafræðingur og við vorum um 100 manns hérna á Íslandi og nú erum við 4.000 í 35 löndum.“
Samhliða miklum vexti hefur vægi erlendra sérfræðinga aukist stöðugt. Á höfuðstöðvum Össurar á Íslandi starfa nú um 600 manns af yfir 30 þjóðernum. Margrét Lára segir að það gangi ágætlega að ráða erlenda sérfræðinga.
Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun sem birtist í sérblaði Viðskiptablaðsins um Viðskiptaþing.