Notendur sem deila efni á netsíðunni OnlyFans gegn gjaldi þénuðu alls nærri 4 milljarða dala, eða sem nemur um 572 milljörðum króna, á síðasta ári. Síðan er hvað þekktust fyrir kynferðislegt efni sem nálgast má þar í gegnum áskrift. Alls deila um tvær milljónir notenda efni gegn gjaldi á OnlyFans og fjöldi þeirra sem kaupa aðgang að efninu er yfir 220 milljónir á heimsvísu. BBC greinir frá.

Hagnaður OnlyFans fyrir skatta nam 433 milljónum dala á síðasta ári, en til samanburðar hagnaðist síðan um 61 milljón dala árið 2020. Þessi hagnaðarvöxtur er sagður byggja helst á að áskrifendum fjölgaði verulega á faraldurstímum.

OnlyFans hefur þó legið undir gagnrýni fyrir að grípa ekki til nógu umfangsmikilla aðgerða til að koma í veg fyrir að seldur sé aðgangur að efni sem sýni kynferðislegar athafnir fólks undir lögaldri. Forsvarsmenn síðunnar segjast aftur á móti vinna að statt og stöðugt umbótum hvað öryggi varðar.