Sam­kvæmt skráningar­lýsingu John Bean Technologies (JBT) í tengslum við yfir­töku­til­boð fé­lagsins í allt hluta­fé Marels er heildar­kostnaður við yfir­tökuna verði í kringum 1,9 milljarða evra, sem sam­svarar um 285 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins í dag.

Yfir­takan verður fjár­mögnuð með hand­bæru fé, lán­töku og skulda­bréfa­út­gáfu en ljóst er að sam­kvæmt skráningar­lýsingunni verður hið sam­einaða fé­lag Marels og JBT frekar skuld­sett.

Wells Far­go og Gold­man Sachs eru að að­stoða JBT við fjár­mögnun og hafa bankarnir tveir veitt JBT 1,3 milljarða evru lána­línu til að ganga frá kaupunum. Í yfir­liti yfir á­hættu­þætti sem hlut­hafar JBT og Marel eru beðnir um að hafa í huga í tengslum við kaupin er farið ítar­lega yfir skuld­setningu fé­laganna tveggja og sam­einaða fé­lagsins.

Sam­kvæmt skráningar­lýsingunni skuldaði JBT um 652,5 milljónir Banda­ríkja­dala og Marel 800,9 milljónir evra þann 31. mars 2024. Sam­eigin­leg skuld fé­laganna tveggja fyrir yfir­tökuna á gengi dagsins er því um 310 milljarðar króna.

Sam­kvæmt skráningar­lýsingu John Bean Technologies (JBT) í tengslum við yfir­töku­til­boð fé­lagsins í allt hluta­fé Marels er heildar­kostnaður við yfir­tökuna verði í kringum 1,9 milljarða evra, sem sam­svarar um 285 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins í dag.

Yfir­takan verður fjár­mögnuð með hand­bæru fé, lán­töku og skulda­bréfa­út­gáfu en ljóst er að sam­kvæmt skráningar­lýsingunni verður hið sam­einaða fé­lag Marels og JBT frekar skuld­sett.

Wells Far­go og Gold­man Sachs eru að að­stoða JBT við fjár­mögnun og hafa bankarnir tveir veitt JBT 1,3 milljarða evru lána­línu til að ganga frá kaupunum. Í yfir­liti yfir á­hættu­þætti sem hlut­hafar JBT og Marel eru beðnir um að hafa í huga í tengslum við kaupin er farið ítar­lega yfir skuld­setningu fé­laganna tveggja og sam­einaða fé­lagsins.

Sam­kvæmt skráningar­lýsingunni skuldaði JBT um 652,5 milljónir Banda­ríkja­dala og Marel 800,9 milljónir evra þann 31. mars 2024. Sam­eigin­leg skuld fé­laganna tveggja fyrir yfir­tökuna á gengi dagsins er því um 310 milljarðar króna.

„Skuld­setning hins sam­einaða fé­lags eftir yfir­tökuna verður mun meiri en skuldir JBT og Marel einar og sér og mun meiri en sam­eigin­legar skuldir fé­laganna tveggja fyrir yfir­tökuna. Þessi aukna skuld­setning gæti haft á­hrif á sveigjan­leika í rekstri hins sam­einaða fé­lags og aukið fjár­mögnunar­kostnað,“ segir í S-4 eyðu­blaðinu sem JBT skilaði inn til SEC.

Sam­kvæmt gögnunum er á­ætlað að skuld­setning JBT aukist um 1,5 milljarða evra, eða um 225 milljarða króna, til að fjár­magna kaupin.

Skuld­setningin er sögð hafa þau á­hrif að hið sam­einaða fé­lag mun þurfa að nota stærri hluta af sjóð­streymi sínu til að borga niður skuldir en fé­lögin gera ein og sér núna. Mun það hafa nei­kvæð á­hrif á mögu­leika fé­lagsins til að sækja fram og fara í frekari yfir­tökur, fjár­festingar í nýrri tækni, kaupa á eigin bréfum og greiða út arð.

Hið sam­einaða fé­lag mun einnig vera við­kvæmari fyrir efna­hags­legum sveiflum, s.s. vaxta­breytingum.

Skuldir Marels eru sér­stakt á­hyggju­efni sam­kvæmt skráningar­lýsingunni en 98,5% af skuldum fé­lagsins, eða um 788,9 milljónir evra, eru á breyti­legum vöxtum. Þar á meðal er 10 milljóna evru skuld­viður­kenning sem fylgir stýri­vöxtum, 351 milljónar evru lána­lína í Hollandi sem og önnur lán sem ná upp í 438 milljónir evra.

„Þessir breyti­legu vextir gera Marel ber­skjaldað fyrir vaxta­breytingum en ef vextir hækka, hækka vaxta­gjöld Marels.“

Það er þó tekið fram að Marel hefur gengið inn í skipta­samninga til að verja sig fyrir vaxta­breytingum til að reyna ná því mark­miði að um 50 til 70% af skuldum fé­lagsins verði á föstum vöxtum til lengri tíma. Þann 31. mars 2024 voru þó 434,9 milljónir evra af skuldum Marels ó­varðar fyrir vaxta­breytingum.

Við­skipta­blaðið ræddi við nokkra af stærri hlut­höfum Marels um hvernig skuld­setning hins sam­einaða fé­lags horfir við þeim og sögðu flest­allir að heildar­myndin verði alltaf skoðuð þegar kemur að því hvort þeir sam­þykki til­boðið eður ei.

„Við eigum eftir að fara yfir þessa þætti betur þegar það kemur að því að taka á­kvörðun. Skulda­hlut­fall verður eitt af því sem verður skoðað,“ segir Davíð Rúdólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Gildis.