Nýi samfélagsmiðillinn Threads sem settur var á fót af Meta, móðurfélagi Facebook, til að hefja beina samkeppni við Twitter rauf 100 milljóna nýskráninga múrinn á aðeins fimm dögum að sögn Mark Zuckerberg, forstjóra Meta.
Þar með er velti Threads ChatGPT úr sessi, en gervigreindar spjallmennið var áður sá vettvangur á veraldarvefnum sem náði þessum áfanga á skemmstum tíma.
Fjöldi þekktra einstaklinga hafa stofnað aðgang inni á Threads og er talað um að þetta sé í fyrsta sinn sem Twitter, sem er í eigu Elon Musk, stafar raunveruleg hætta frá samkeppnisaðila.