Bílaframleiðandinn Toyota hefur ákveðið að þrefalda áður ákveðna fjárfestingu sína í rafhlöðuverksmiðju í Bandaríkjunum, úr 1,3 milljörðum dala í 3,8 milljarða dala. Þannig er Toyota að bregðast við aukinni eftispurn neytenda eftir rafbílum. Reuters greinir frá.

Rafhöðuframleiðandinn Panasonic mun verða sérstakur samstarfsaðili Toyota í rafhlöðuverksmiðjunni sem staðsett verður í Norður Karólínu. Stefnt er á að opna verksmiðjuna árið 2025.

Toyota er ekki eini rafhlöðuframleiðandinn sem Panasonic á í samstarfi við, því félagið á einnig í samstarfi við rafbílaframleiðandann Tesla. Þá hyggst Panasonic opna nýja fjögurra milljarða dala rafhlöðuverksmiðju í Kansas. Rafhlöður sem framleiddar verða í verksmiðjunni verða svo seldar Tesla og öðrum framleiðendum sem framleiða rafbíla.