Fjórtán einstaklingar sóttu um embætti hagstofustjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september síðastliðinn. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Þriggja manna hæfnisnefnd mun nú meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til forsætisráðherra sem skipar í embættið til fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins.
Ólafur Hjálmarsson lét nýlega af störfum sem hagstofustjóra eftir að hafa gengt embættinu samfellt frá árinu 2008. Hann hefur tekið við starfi skrifstofustjóra fjármálaráðs.
Meðal umsækjenda eru Sigurður Erlingsson, fyrrum forstjóri Íbúðalánasjóðs, og Guðrún Johnsen, lektor við Copenhagen Business School og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Umsækjendur:
- Aríel Jóhann Árnason, viðskiptafræðingur.
- Arndís Vilhjálmsdóttir, fagstjóri.
- Áróra Líf Kjerúlf, móttökuritari.
- Böðvar Þórisson, forstjóri.
- Elsa Björk Knútsdóttir, sviðsstjóri.
- Gísli Már Gíslason, fagstjóri.
- Guðrún Johnsen, lektor.
- Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri.
- Hrafnhildur Arnkelsdóttir, sviðsstjóri.
- Steinþór Kolbeinsson, tölvunarfræðingur.
- Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður.
- Sverrir Jensson, veðurfræðingur.
- Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri.