Ragnar Páll Dyer, stjórnar­maður í Sýn, hefur keypt 200 þúsund hluti í fjar­skipta- og fjöl­miðla­sam­stæðunni. Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu var gengið í við­skiptunum 37,8 krónur og því var kaup­verðið um 7,5 milljónir króna.

Ragnar Páll er þriðji stjórnandinn sem kaupir í Sýn á skömmum tíma en líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá keypti Her­dís Dröfn Fjeld­sted, for­stjóri Sýnar, 315 þúsund hluti í fyrir­tækinu í gær. Gengið í við­skiptum Her­dísar var 38 krónur á hlut og kaup­verðið um 12 milljónir.

Hákon Stefáns­son, stjórnar­for­maður Sýnar, keypti 300 þúsund hluti í Sýn á genginu 37,8 krónur í síðustu viku og var kaup­verðið rúmar 11 milljónir.

Ragnar Páll er fram­kvæmda­stjóri og með­eig­andi Info­Capi­tal ehf. sem átti í upp­hafi mánaðar um 4% beinan eignar­hlut í Sýn. Info­Capi­tal er jafn­framt stærsti hlut­hafi Gavia Invest, sem er stærsti hlut­hafi Sýnar.

Hluta­bréfa­verð Sýnar hefur lækkað um 20% á árinu en fé­lagið sendi frá sér nei­kvæða af­komu­við­vörun í lok apríl. Gengi stendur í 37,4 krónum þegar þetta skrifað og hefur ekki verið lægra í næstum þrjú ár.

Fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyrir­tækið birti árs­hluta­upp­gjör í byrjun mánaðar en Sýn tapaði 153 milljónum króna á fyrsta árs­fjórðungi saman­borið við 213 milljóna hagnað á sama tíma­bili í fyrra.