Lækkun OMXI10 úrvalsvísitölunnar hefur aðeins tvisvar verið meiri innan dags frá hruni. Vísitalan lækkaði um 7,50% í viðskiptum dagsins. Versti dagur vísitölunnar frá byrjun árs 2009 var þann 9. mars það ár, en þá lækkaði vísitalan um 26,9%. Kórónuveiran tók einnig sinn toll af vísitölunni þann 12. mars 2020, en þá lækkaði hún um 8,3% innan dags. Dagurinn í dag er því sá þriðji versti frá hruni hvað þetta snertir.
Eins og hefur komið fram í fréttum í dag hefur markaðurinn brugðist illa við uppgjöri fyrsta ársfjórðungs hjá Marel. Í því kom fram að þrátt fyrir auknar tekjur hefði orðið samdráttur í pantanabók félagsins. Gengi bréfa Marels lækkaði um 17,56% og markaðsvirði félagsins lækkaði úr 452 milljörðum króna niður í 381 milljarð, eða um 70 milljarða króna.
Verð á bréfum allra félaga í Kauphöll lækkaði í dag, nema Brims þar sem gengið stóð í stað. Þannig lækkaði gengi bréfa Festis um 6,81% og Alvotech um 5,15%.
Tíu verstu dagar úrvalsvísitölunnar frá hruni
Lækkun | |||||||||
-26,9% | |||||||||
-8,3% | |||||||||
-7,5% | |||||||||
-6,1% | |||||||||
-6,0% | |||||||||
-5,9% | |||||||||
-5,5% | |||||||||
-5,2% | |||||||||
-5,0% | |||||||||