Hagnaður samstæðu Múlakaffis nam 289 milljónum króna á árinu 2022 og nam velta samstæðunnar tæpum þremur milljörðum króna á árinu.

Eigið fé samstæðunnar nam 1,2 milljörðum króna í lok árs, en Jóhannes Stefánsson er formaður stjórnar og eigandi félagsins.

Meðal eignarhluta í móðurfélagi Múlakaffis er 100% hlutur í fasteignafélaginu Kvörninni ehf. og 75% hlutur í KH veitingum, félagi utan um rekstur La Primavera veitingastaðar í Hörpunni.

Múlakaffi ehf.

2022 2021
Rekstrartekjur 2.967 1.801
Eignir 2.031 1.473
Eigið fé 1.177 888
Hagnaður 289 198
Lykiltölur í milljónum króna.