Í dag var gengið frá kaupum færeyska félagsins SP/F á öllu hlutafé Skeljar fjárfestingafélags. Kaupsamningurinn var undirritaður í febrúar en var áður með fyrirvara um samþykki samkeppniseftirlits Færeyja.
Samkeppniseftirlitið staðfesti að það muni ekki aðhafast frekar vegna kaupanna og þar með voru allir fyrirvarar viðskiptanna uppfylltir.
Skel fjárfestingafélag tilkynnti þann 15 febrúar að það hefði skrifað undir nýjan kaupsamning um sölu á 48,3% hlut félagsins í SP/F Orkufélaginu, móðurfélagi færeyska orku- og fyrirtækinu P/F Magns, til færeyska félagsins CIG fyrir 146 milljónir danskra króna eða um 3 milljarða íslenskra króna.
Upphaflega var áætlað að afhendingardagur yrði í lok mars.
Skel undirritaði fyrri kaupsamninginn í október á síðasta ári og samþykkti þá Hólmi, aðaleigandi útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði, á sama tíma að selja eignarhlut sinn í Orkufélaginu til CIG sem hefði gert CIG að meirihlutaeiganda Orkufélagsins.