Meðan matvælaframleiðendur sjá fram á sölusamdrátt vegna síaukinna vinsælda þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic fagna fataverslanir, enda fylgir það þyngdartapi að fólk þarf að versla sér föt í minni stærðum.

Meðan matvælaframleiðendur sjá fram á sölusamdrátt vegna síaukinna vinsælda þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic fagna fataverslanir, enda fylgir það þyngdartapi að fólk þarf að versla sér föt í minni stærðum.

Í umfjöllun Wall Street Journal er bent á þau tækifæri sem fataverslanir standa frammi fyrir nú þegar milljónir manna vestanhafs eru að neyta þyngdarstjórnunarlyfja.

Sérfræðingur í fataiðnaði sem blaðið ræddi við bendir á að fyrir nokkrum árum hafi fatamerki lagt áherslu á að bjóða upp á stærri stærðir en í dag sé staðan þveröfug.

Fataframleiðendur sjái þetta sem tvíþætt tækifæri. Annars vegar auki þetta fatasölu en um leið efniskostnað, þar sem minni stærðir þurfa eðli málsins samkvæmt minna efni en þær stærri.