Verð á gasi sem selt er til þýskra heimila hækkaði að jafnaði um 17,7% á fyrri helmingi ársins 2022, samanborið við síðari hluta síðasta árs. Þetta kemur fram í gögnum þýsku hagstofunnar sem Reuters greinir frá.
Raforkuverð þýskra heimila jókst um 1,9% á seinni hluta síðasta árs. Þá hækkaði gasverð fyrirtækja og stofnana um 38,9% og raforkuverð um 19,3% á síðari hluta árs í fyrra.
Gas- og raforkuverð hefur hækkað verulega víða um Evrópu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.