Ferðaskrifstofan Premierferðir hefur sjaldan upplifað eins mikla eftirspurn frá stuðningsmönnum Liverpool og nú en uppselt er í allar hópferðir á Anfield á vegum skrifstofunnar.

Sigurður Sverrisson, eigandi Premierferða, segir að tilkynning Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um að hann væri að hætta með liðinu hafi í sjálfu sér litlu breytt fyrir Premierferðir en uppselt hafi verið í allar ferðir til Liverpool í lok nóvember.

„Tilkynning Klopp hefur hins vegar virkað eins og olía á eld varðandi eftirspurn eftir miðum. Ástandið er orðið verra en þegar Liverpool vann titilinn árið 2020. Nú vilja allir freista þess að ná leik með Liverpool áður en Klopp hættir.“

Hann segir að það sé mjög sérstök stemning í Liverpool eftir að tilkynningin barst. Brotthvarf Klopp sé þá ekki aðeins gríðarlegur missir bæði fyrir félagið, heldur einnig fyrir borgina, þar sem hann hefur notið virðingar og vinsælda.

Ferðaskrifstofan Premierferðir hefur sjaldan upplifað eins mikla eftirspurn frá stuðningsmönnum Liverpool og nú en uppselt er í allar hópferðir á Anfield á vegum skrifstofunnar.

Sigurður Sverrisson, eigandi Premierferða, segir að tilkynning Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, um að hann væri að hætta með liðinu hafi í sjálfu sér litlu breytt fyrir Premierferðir en uppselt hafi verið í allar ferðir til Liverpool í lok nóvember.

„Tilkynning Klopp hefur hins vegar virkað eins og olía á eld varðandi eftirspurn eftir miðum. Ástandið er orðið verra en þegar Liverpool vann titilinn árið 2020. Nú vilja allir freista þess að ná leik með Liverpool áður en Klopp hættir.“

Hann segir að það sé mjög sérstök stemning í Liverpool eftir að tilkynningin barst. Brotthvarf Klopp sé þá ekki aðeins gríðarlegur missir bæði fyrir félagið, heldur einnig fyrir borgina, þar sem hann hefur notið virðingar og vinsælda.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.