Ljóst er að þeir virkjunarkostir sem er að finna í rammaáætlun dugi ekki til að svara fyrirsjáanlegri eftirspurn eftir raforku á næstu árum.

Nauðsynlegt sé að skoða aðra kosti en að auki þurfi orkufyrirtækin að taka við sér, ekki aðeins þegar kemur að raforku heldur einnig heita vatninu þar sem stór hluti hitaveitna virðist stefna í vandræði.

Ljóst er að þeir virkjunarkostir sem er að finna í rammaáætlun dugi ekki til að svara fyrirsjáanlegri eftirspurn eftir raforku á næstu árum.

Nauðsynlegt sé að skoða aðra kosti en að auki þurfi orkufyrirtækin að taka við sér, ekki aðeins þegar kemur að raforku heldur einnig heita vatninu þar sem stór hluti hitaveitna virðist stefna í vandræði.

„Ef við gerum ekki neitt þá lendum við í mjög miklum vandræðum en þetta umhverfi er líka að breytast alveg gríðarlega mikið. Núna þegar við erum tala um græna orku þá erum við alltaf að tala um stórt en lítið skiptir líka máli. Það er eitt af því þar sem við erum á eftir öðrum, það er þegar kemur að þessu umhverfi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Hugmyndir um vindorku hafa verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár en nýting vindorku hefur reynst umdeilt viðfangsefni. Niðurstöður starfshóps á vegum ráðherra leiddi það í ljós í upphafi árs að lítil samstaða væri um málið meðal þjóðarinnar og að ótímabært væri að taka ákvarðanir um nýtingu hennar.

Starfshópurinn er enn að störfum í dag en frumvarp um vindorku mun líta dagsins ljós í haust. Ráðherra segist treysta á að góðar tillögur komi frá hópnum en ótímabært sé að segja til um hvort vindorkan muni þurfa að fara í gegnum rammaáætlun í framtíðinni.

Heimili landsins geta selt orku

Einnig eru hugmyndir um nýtingu sólarorku að sögn Guðlaugs. Í því samhengi mætti til að mynda skoða að heimili gætu sett upp sólarorkuver sjálf og selt umframorku inn á kerfið. Fyrirtæki eins og Brimborg og IKEA séu þegar byrjuð með slíka starfsemi og ekkert til fyrirstöðu að heimilin feti í þau fótspor.

„Til að sýna hvað við erum aftarlega á merinni þá er handboltaþjálfari í Þýskalandi sem er með birtuorkuver á húsinu sínu og þegar hann framleiðir meira en hann þarf að nota þá gefur hann börnunum sínum sem búa annars staðar í Þýskalandi orkuna. Þetta er ekki eitthvað í framtíðinni, þetta er að gerast núna og við þurfum að komast á þennan stað,“ segir Guðlaugur.

Stærri aðgerðir auk rannsókna á sviði orkumála taki þó alltaf tíma. Varað hefur verið við orkuskorti að öllu óbreyttu en í fyrra var gripið til skerðinga til stórnotenda og ekki ólíklegt að slíkar skerðingar verði algengari á næstu árum. Guðlaugur segir aðalatriðið að heimilin finni ekki fyrir slíku.

„Við erum að vinna að því að tryggja það að almennir notendur, heimilin og minni fyrirtæki, að þau verði í ákveðnu skjóli vegna þess að það verður mikil eftirspurn eftir grænni orku í framtíðinni og það er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að hafa áhyggjur og geti haft aðgang að öruggri og eins ódýrri orku og mögulegt er.“

Nánar er rætt við Guðlaug í Orku og Iðnaði, sérblaði Viðskiptablaðsins sem kom út á miðviðkudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.