Í nýrri skýrslu Intellecon sem unnin var af Gunnari Haraldssyni fyrir Samorku um þjóðhagslegan ábata og áskoranir orku- og veitugeirans er reynt að benda á mikilvægi geirans, meðal annars efnahagslegan ávinning sem hann skapar.

Hvað arðsemi varðar geti verið erfitt að bera hana saman við önnur fyrirtæki á markaði þar sem henni eru settar skorður hjá veitufyrirtækjum í sérleyfastarfsemi. Í skýrslunni er engu að síður bent á að arðsemi geirans er stöðug og góð og ytri áföll hafa lítil áhrif. Arðsemin var í kringum 5% á tímabilinu hjá flestum undirgreinum.

Í nýrri skýrslu Intellecon sem unnin var af Gunnari Haraldssyni fyrir Samorku um þjóðhagslegan ábata og áskoranir orku- og veitugeirans er reynt að benda á mikilvægi geirans, meðal annars efnahagslegan ávinning sem hann skapar.

Hvað arðsemi varðar geti verið erfitt að bera hana saman við önnur fyrirtæki á markaði þar sem henni eru settar skorður hjá veitufyrirtækjum í sérleyfastarfsemi. Í skýrslunni er engu að síður bent á að arðsemi geirans er stöðug og góð og ytri áföll hafa lítil áhrif. Arðsemin var í kringum 5% á tímabilinu hjá flestum undirgreinum.

Hvað önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins varðar, s.s. sjávarútveg og ferðaþjónustu hefur arðsemin verið mun sveiflukenndari, meðal annars vegna ytri áfalla á borð við Covid-19.

Talsvert færri starfsmenn starfa í orku- og veitugeiranum samanborið við aðra geira, eða tæplega 1800, en framleiðsluverðmæti á hvern starfsmann hefur aukist síðustu ár og nam ríflega 100 milljónum króna árið 2022. Aðeins sjávarútvegur kemst þar næst en í báðum tilfellum er um að ræða fjármagnsfrekar greinar.

Samkvæmt fyrrnefndum upplýsingum er áætlað að skattaáhrif fyrirtækja sem stunda framleiðslu, dreifingu, flutning og viðskipti á raforku, hitaveitur og fráveitur árið 2022 hafi numið ríflega 96,4 milljörðum króna, þar af 86,4 milljarðar í tekjuskatt og 10 milljarðar í launatengd gjöld.

Við það mætti bæta arðgreiðslum opinberra fyrirtækja til eiganda sinna. Þannig megi áætla að heildartekjur opinberra aðila af orku- og veitustarfsemi ársins 2022 hafi numið rétt tæpum 123 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.