Hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hagnaðist um 350 milljónir í fyrra samanborið við 260 milljónir árið áður, og tekjur tvöfölduðust annað árið í röð í 1,4 milljarða.
Kostnaðarverð seldra vara var nýr kostnaðarliður og nam tæpum 700 milljónum en félagið birgði sig upp af helstu söluvöru sinni, AirServer Connect 2, á árinu, sem kemur fram í viðskiptakröfum í árslok sem námu vel á sjötta hundrað milljónum samanborið við 31 milljón árið áður.
Félagið kynnti svo á dögunum arftakann, Connect 3, sem er fyrsta tækið sem fyrirtækið hannaði frá grunni og vann meðal annars hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun í sumar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði