Brott­farir er­lendra far­þega frá landinu um Kefla­víkur­flug­völl voru um 212 þúsund í ný­liðnum júní sam­kvæmt mælingum Ferða­mála­stofu. Um er að ræða 21 þúsund færri brott­farir en mældust í júní í fyrra sem er um 9,0% lækkun milli ára.

Flestar brott­farir í júní voru til­komnar vegna Banda­ríkja­manna, 81.300 talsins sem er þó tæp­lega 20% færri en í júní í fyrra. Um tvær af hverjum fimm brott­förum voru til­komnar vegna Banda­ríkja­manna.

Þjóð­verjar voru í öðru sæti, um 14.600 talsins eða um 7,6% heildar­brott­fara í júní. Um er að ræða 17,5% færri brott­farir Þjóð­verja en í júní í fyrra.

Íslendingar á ferð og flugi

Brott­farir Breta voru í þriðja sæti eða 4,6% af heild og Pól­verjar í því fjórða (4,4%). Þar á eftir fylgdu Kanada­menn (4,2%), Frakkar (3,6%), Kín­verjar (3,3%), Hollendingar (2,8%), Ítalir (2,6%) og Spán­verjar (2,4%).

Frá ára­mótum hafa um 963 þúsund er­lendir far­þegar farið frá Ís­landi en á sama tíma í fyrra voru brott­farir þeirra um 953 þúsund talsins.

Um er að ræða 1,0% fjölgun milli ára. Sam­tals voru brott­farir á tíma­bilinu janúar til júní í ár um 93,7% af þeim brott­förum sem mældust á sama tíma­bili me­t­árið 2018.

Brott­farir Ís­lendinga voru um 65 þúsund í júní, 9.600 fleiri en í júní 2023 sem er um +17,3% fjölgun.

„Frá ára­mótum (janúar-júní) hafa um 298 þúsund Ís­lendingar farið utan en á sama tíma í fyrra voru brott­farir þeirra um 293 þúsund. Um er að ræða 1,6% fjölgun milli ára.“