Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri hans að ganga til samninga um nýja styrki. Alls bárust 297 umsóknir og er árangurshlutfall styrktra verkefna sem hlutfall af innsendum umsóknum 21%.
Í boði voru styrktarflokkarnir Fræ/Þróunarfræ, Sproti, Vöxtur og markaðsstyrkur. Í þessari úthlutun er styrkveiting til nýrra verkefna 747 milljónir króna en þar sem verkefnin eru til allt að tveggja ára nemur heildarkostnaður vegna þeirra 1.347 milljónum króna.
„Úthlutun þessa árs [vor- og haustúthlutun] er sú langstærsta í sögu sjóðsins, alls er samið um styrki til 146 verkefna og nema þeir styrkir um 3,1 milljarði króna. Aukinheldur styrkir sjóðurinn íslenska þátttakendur í sex alþjóðlegum verkefnum og nemur heildarfjárhæð styrkja Tækniþróunarsjóðs því rúmlega 3,3 milljörðum króna í ár,“ segir í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Næsti umsóknafrestur um fyrirtækjastyrki verður 15. mars 2022 og verður úthlutun úr þeim tilkynnt um mánaðarmótin maí/júní 2022. Hlutverk Tækniþróunarsjóðs er að styðja við rannsóknir og þróunarstarf sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi en hann er opinn fyrir nýsköpunarverkefnum úr öllum atvinnugreinum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunaráðherra:
„Úthlutun Tækniþróunarsjóðs er til marks um þann mikla sköpunarkraft í íslenskum rannsóknum og atvinnulífi. Það ber einnig vitni um áherslur og stefnu íslenskra stjórnvalda þegar kemur að mikilvægi rannsókna, þróunar- og nýsköpunar. Mér finnst sérstaklega jákvætt að sjá að árangurshlutfallið hefur hækkað úr 15% í 21% í þessari úthlutun. Verkefnin eru spennandi og ég hlakka til að fylgjast með þeim vaxa enn frekar.“
Eftirfarandi verkefnum er boðið til samninga við sjóðinn að þessu sinni (Heiti verkefnis - umsækjandi):
Sproti:
Negotar - Aldís Guðný Sigurðardóttir
Þróun spálíkans og smáforrits HEIMA - Alma Dóra Ríkarðsdóttir
Álrafgeymar í stað blý-sýru rafgeyma - ALOR ehf.
Umhverfisvæn framleiðsla á nítrat áburði - Atmonia ehf.
Mælaborð meðferðar - Daníel Ásgeirsson
Leiðarvísir fyrirtækja í sjálfbærni - Greenfo ehf.
Betri yfirsýn og röðun við meðferð krabbameins - Heilsugreind ehf.
Miðlægt uppvinnslueldhús Humble - Humble ehf.
Visthæfing landeldis - Landeldi ehf.
Nýir RNA polymerasar fyrir framleiðslu mRNA - Margrét Helga Ögmundsdóttir
Pikkoló - Sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. - Pikkoló ehf.
Púls Media - Púls Media ehf.
Sjálfstæð grænmetisræktunarlausn - Surova ehf.
Samskipti í verkefnadrifnu umhverfi - TAPP ehf.
Vöxtur
Abler, íþróttir skipta máli - Abler ehf.
Nýtt próf fyrir hraðgreiningar á örverum - ArcanaBio ehf.
Þróun SOCS1, lithimnubólga og tengdir sjúkdómar - Arctic Therapeutics ehf.
Atlas Primer, kennsla með talþjónum - Atlas Primer ehf.
Vegveður, drægnivitund rafbíla - bitVinci ehf.
Rauntíma endurgjöf á upplifun viðskiptavina - Cliezen ehf.
Blender, greiningartól fyrir markaðsrannsóknir - Datasmoothie ehf.
dent & buckle, sjálfvirk myndgreining skemmda - dent & buckle ehf.
Sjálfbær sótthreinsun fyrir kælirými, SparaDIS - D-Tech ehf.
Leviosa+ - Fleygiferð ehf.
Astrid, Norðurhafið í sýndarveruleika - Gagarín ehf.
Inventec 2 - Inventec ehf.
Áframvinnsla kerbrota - ÍSSTÁL ehf (ISA-STEEL Ltd.)
Justikal, stafrænt réttarkerfi - Justikal ehf.
Stubbur, miðalausn nútímans - Pez ehf.
Markaðsstyrkir
Undirbúningur markaðssóknar Alvican í Skandinavíu - ALVICAN ehf.
Undirbúningur fyrir alþjóðlegan vöxt CrewApp - CrewApp ehf.
Uppbygging markaðsinnviða fyrir erlenda markaðssók - DineOut ehf.
HR Monitor BI, sala og markaðsstarf í USA - Gunnhildur Arnardóttir
Uppbygging markaðsinnviða, Hefring Marine - Hefring ehf.
Markaðsetning IMS í Evrópu - IMS ehf.
Justikal, stafrænt réttarkerfi - Justikal ehf.
Kara á nýja markaði, Írland og Bretland - Kara Connect ehf.
Markaðssetning tölvuleiksins No Time to Relax - Porcelain Fortress ehf.
B2B markaðssetning á RetinaRisk reikniritanum - Risk ehf.
Fræ/Þróunarfræ
Smáforrit: Endurnýting og enduruppgötvun fatnaðar - Ásta Kristjánsdóttir
Mannauðslausn-vottun - Berglind Baldursdóttir
Hampsteinn - Egill Agnar Októsson
Lambagull - Gestur Pálsson
SKERið - Guðmundur H Sigurðarson
Nægtabrunnur náttúrunnar - Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
ECA, rafíþróttakennsla á góðum grunni - Haraldur Þórir Hugosson
OneContent - Haukur Guðjónsson
RÆS: Samfélags- og kennsluvefur - Ingi Vífill Guðmundsson
Þróun á frumgerð staðsetningarbúnaðar - Ingvar Bjarnason
Raforkunotendur virkjaðir - Íris Baldursdóttir
PANDU, tölvuleikur gegn þunglyndi og kvíða - Jóhann Ingi Guðjónsson
Snuzzz, niðurtröppunarapp nikótínpúða - Kjartan Þórsson
On to Something - Sara Jónsdóttir
Hagkvæmnisathugun framleiðslu úr íslenskum höfrum- Sigurður Daði Friðriksson
UNNA - Soffía Kristín Jónsdóttir
AskStudy - Sylvía Erla Melsted
Ease, viðskiptaáætlun og fyrstu drög frumgerðar - Tinna Hallbergsdóttir
Dormind - Yevgen Filchenko
Öryggishugbúnaður í flugsamgöngum í þróunarríkjum - Björn Guðmundsson