Valitor hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna í fyrra og ríflega fjórfaldaðist frá fyrra ári. Tekjur greiðslulausnafélagsins námu 16,8 milljörðum króna og jukust um rúmlega 2,5 milljarða frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu 10,4 tæplega milljörðum og tæplega 1,1 milljarð króna frá fyrra ári. Eignir félagsins námu 31,7 millörðum króna í lok síðasta árs og eigið fé tæplega 9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall var því 28%. Skuldir Valitor námu 22,8 milljörðum króna í lok síðasta árs og jukust um rúmlega 4 milljarða króna milli ára.

Sumarið 2021 gekk ísraelska fjártæknifélagið Rapyd frá kaupum á Valitor af Arion banka. Rapyd býður upp á ýmis konar greiðslulausnir á alþjóðavísu. Áður hafði Rapyd gert sig gildandi á íslenskum greiðslulausnamarkaði með kaupum á Korta árið 2020. Á meðal fjárfesta sem hafa lagt Rapyd til fé í gegnum tíðina er eignarstýringarrisinn BlackRock.

Upphaflega var kaupverðið um 12,3 milljarða króna en vegna tafa sem urðu á því að ljúka viðskiptunum greiddi Rapyd um 1,3 milljarða króna til viðbótar fyrir Valitor. Að auki greiddi félagið 10% vexti á ársgrundvelli af upphaflegu kaupverði frá 1. apríl 2022 og fram til uppgjörs viðskiptanna. Í lok maí í fyrra heimilaði Samkeppniseftirlitið loks kaupin, en þó með því skilyrði að Rapyd skuldbatt sig til að selja hluta af samningum við söluaðila til Kviku banka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.