Core heildsala ehf., sem selur meðal annars koffíndrykkinn Nocco, hagnaðist um 200 milljónir á síðasta ári miðað við 317 milljóna hagnað árið 2020.

Rekstrartekjur voru áþekkar og undanfarin tvö ár eða um tveir milljarða króna. Lagt er til að 250 milljónir verði greiddar í arð vegna starfsemi síðasta árs til móðurfélagsins Core ehf.

Í skýrslu stjórnar með ársreikningi félagsins kemur fram að kostnaðarverð seldra vara hafi hækkað um 155 milljónir í ríflega 1,4 milljarða króna vegna hækkana á aðfagnaverði og gengismunar sem félagið hafi kosið að velta ekki að fullu út í verðlag.

Nánar er fjallað um Core í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið, en einnig er fjallað um:

  • Rýnt í þrönga fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar.
  • Fjallað um dómsmál þrotabús Wow Air á hendur fyrrverandi eiganda og stjórnar flugfélagsins
  • Auglýsingastofan Ketchup Creative hefur í auknum mæli fært sig út í þáttagerð.
  • Sveinn Friðrik Sveinsson nýr rekstrarstjóri Arctic Trucks International tekinn tali.
  • Bein og óbein ávöxtun af sparnaði heimilanna og fjárfestingareignum reifaðar
  • Hlutabréfaverð netverslunarinnar Boozt hefur hríðlækkað það sem af er ári.
  • Eigandi Núna Collective Wellness Studio kynnir landsmenn fyrir barre.
  • Huginn og muninn er á sínum stað og Týs sem fjallar um innistæðulausar fullyrðingar.
  • Óðinn fjallar um Keynes, Kristrúnu Frostadóttur og Dag B. Eggertsson.
  • Fjölmiðlarýnir fjallar um RÚV-trukkinn sem ferðast um landið og innflutning á rækju og rekavið.