Greiningar­deildir stóru fjár­festinga­bankanna vestan­hafs eru að velta því upp um þessar mundir hvort hluta­bréfa­markaðurinn geti hækkað enn frekar á nýju ári.

Hluta­bréfa­verð bandarískra fyrir­tækja er talið fremur hátt í samræmi við veltu og hagnað en S&P 500 vísi­talan hefur hækkað um 28% á árinu.

Að öllu óbreyttu verður þetta því annað árið í röð sem vísi­talan hækkar um meira en 20%.

Greiningar­deildir JP Morgan Chase, Morgan Stanl­ey og Gold­man Sachs spá þó heldur hóf­legri hækkunum á næsta ári sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Bankarnir þrír spá þó allir að vísi­talan fari yfir 6500 stig fyrir árs­lok 2025 sem er um 6,7% hækkun frá dagsloka­gengi föstu­dagsins sem var 6090 stig.

Ekki eru þó allir bankarnir jafn neikvæðir gagn­vart hluta­bréfa­markaðinum á nýju ári. Barcla­ys, Bank of Armerica og Deutsche Bank spá því að vísi­talan loki árinu 2025 á bilinu 6666 til 7000 stig.

Allir bankarnir eru sammála um að for­setatíð Donald Trump muni hafa jákvæð áhrif á hluta­bréfa­markaðinn en eftir miklar hækkanir síðustu ár er óttast að það sé ekki mikið rými fyrir enn frekari hækkanir.

Yfir­vofandi við­skipta­stríð Trump með til­heyrandi verðbólguþrýstingi gæti einnig haft neikvæð áhrif.

Sam­kvæmt WSJ er þó enginn af fyrr­nefndum bönkum að spá því að bola­markaðnum sé að ljúka alveg strax.