Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,6% í nóvember­mánuði sem er hækkun úr 0,1% í októ­ber sam­kvæmt dönsku Hag­stofunni en Børsen greinir frá.

Hækkandi orku­verð með kólnandi veðri hefur mest á­hrif á hækkunina en orku­verð hafði lítil á­hrif á verð­bólguna yfir sumarið. Vöru­verð lækkaði þó að meðal­tali um 3% milli ára á meðan þjónusta hækkaði um 4,2% á árs­grund­velli. Af þeim sökum er enn dýrara fyrir Dani að heim­sækja kaffi­hús og veitinga­staði en fyrir ári síðan.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, hélt þó á­fram að lækka milli mánaða og mældist 3% í nóvember sem er lækkun úr 3,3% í októ­ber.

Árs­verð­bólga í Dan­mörku mældist 0,6% í nóvember­mánuði sem er hækkun úr 0,1% í októ­ber sam­kvæmt dönsku Hag­stofunni en Børsen greinir frá.

Hækkandi orku­verð með kólnandi veðri hefur mest á­hrif á hækkunina en orku­verð hafði lítil á­hrif á verð­bólguna yfir sumarið. Vöru­verð lækkaði þó að meðal­tali um 3% milli ára á meðan þjónusta hækkaði um 4,2% á árs­grund­velli. Af þeim sökum er enn dýrara fyrir Dani að heim­sækja kaffi­hús og veitinga­staði en fyrir ári síðan.

Kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, hélt þó á­fram að lækka milli mánaða og mældist 3% í nóvember sem er lækkun úr 3,3% í októ­ber.

Spá meiri verðbólgu næstu mánuði

Lars Ol­sen, aðal­hag­fræðingur Dansek Bank, segir Dani geta verið á­nægðir með stöðuna.

„Ef þú skoðar verð­breytingar frá októ­ber til nóvember með til­liti til árs­tíða­breytinga og orku­verðs er að­eins um 0,1% hækkun að ræða,“ segir Lars. „Þannig er í raun er verð­bólgu­þrýstingurinn ekki að aukast sem er já­kvætt.“

Ol­sen, sem og aðrir hag­fræðingar í Dan­mörku, búast þó við því að verð­bólgan muni taka við sér aftur á nýju ári.

„Hár launa­kostnaður í sögu­legu sam­hengi mun þrýsta á fyrir­tæki til að hækka verð sem hefur þar að leiðandi á­hrif á vísi­tölu neyslu­verð.“