Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði á peninga­mála­fundi Við­skipta­ráðs í gær að peninga­stefna Seðla­bankans væri að virka en bæði einka­neysla og fjár­festing hafa dregist saman að undanförnu.

„Spurningin er bara hvað gerist þegar við horfum fram,“ sagði Ás­geir á fundinum.

„Mín til­gáta er sú að þessi verð­bólgu­alda hafi stafað af nokkrum or­sökum,“ bætti hann við.

„Hún stafar af kjara­samningunum sem voru á­kaf­lega dýrir. Hún stafar af því gengið veiktist á ó­heppi­legum tíma og hún stafar af því að síðustu fjár­lög voru ó­heppi­leg að mörgu leyti. Síðan var það bara stemmingin í þjóð­fé­laginu sem var þannig að fólk var að njóta, eins og það heitir. Það var þá sem ég nefndi þessar tær á Tene,“ sagði Ás­geir sem fór síðan yfir sjö vörður Seðlabankans að stöðugleika í litlu opnu hagkerfi

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði