Átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin fyrst árið 2022 og voru það þá norðlensk verkefni sem tóku þátt, en vegna góðra undirtekta ákváðu aðstandendur hátíðarinnar að opna viðburðinn fyrir fyrirtæki og frumkvöðla af öllu landinu.

Hátíðin er vettvangur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu. Áhersla hátíðarinnar í ár eru orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýting auðlinda og aðrar grænar lausnir.

Átta fyrirtæki hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 20. mars næstkomandi.

Fjárfestahátíð Norðanáttar var haldin fyrst árið 2022 og voru það þá norðlensk verkefni sem tóku þátt, en vegna góðra undirtekta ákváðu aðstandendur hátíðarinnar að opna viðburðinn fyrir fyrirtæki og frumkvöðla af öllu landinu.

Hátíðin er vettvangur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu. Áhersla hátíðarinnar í ár eru orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýting auðlinda og aðrar grænar lausnir.

Verkefnin sem munu taka þátt á Fjárfestahátíð Norðanáttar 2023 eru:

Aurora Abalone - The future solution for on-land sustainable shellfish production

Circula/Recoma - Recoma gefur sorpi nýtt líf

FoodSmart Nordic- FoodSmart Nordic framleiðir hágæða vatnsrofið prótein úr sjávarfangi, m.a. kollagen og sæbjúgnaduft. Fersk hráefnin koma úr nærumhverfi sem styður við gæði, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið.

Humble - Minnkaðu matarsóun með humble!

Munasafn - We provide infrastructure for municipalities and communities to manage and share items.

Nanna Lín - Nanna Lín varan er leður úr laxaroði í metravís, roðið er brotið niður og endurmótað í breiður áður en það er sútað yfir í leður.

Surova - Making tech to grow veggies that are good for you and for the planet

Skógarafurðir - Stækkun vinnslustöðvar fyrir umhverfisvænar íslenskar viðarafurðir