Síðasti viðskiptadagurinn ársins á Wall Street er í dag. Hlutabréf hafa lítillega lækkað í dag í framvirkum viðskiptum.

Eftir lokun markaða í gær höfðu þrjár helstu hlutabréfavístölurnar lækkað það sem af er ári.

Dow Jones hefur lækkað um 8,6%, S&P hefur lækkað um 19% og Nasdaq um 33%.

Íslensk hlutabréf hækkað lítillega

OMX vísitalan íslenska hefur hækkað um 0,66% í dag. Icelandair hefur hækkað mest, eða um 2,56% en Kvika hefur lækkað mest eða um 1,04%.